19. júní


19. júní - 19.06.1996, Page 20

19. júní - 19.06.1996, Page 20
Jafnrétti á vinnu stööum eru jafningiara'" num Auður Finnbogudóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir Heildartekjur íslenskra kvenna í fullu starfi eru um 65% af launum karla í fullu starfi. Þrátt fyrir að íslenskar konur á vinnumarkaði séu hlutfallslega mun fleiri en kynsystur þeirra í nágrannalöndunum er launamisrétti kynjanna mest á íslandi í saman- burði við hin Norðurlöndin. í aldurshópnum 35 til 49 ára afla konur einungis 50% á við karla. Þrátt fyrir að ekki sé mikill munur á hlutfalli kynjanna á vinnumarkaðnum í heild er fjöldi kvenna í stjórnunarstörfum áberandi minni en karla. Um þessar mundir eru um 77% íslenskra kvenna á vinnumarkaðnum en 87% karla. Hjá hundrað stærstu fyrirtækjunum á einkamarkaði eru karlar ríflega 97% æðstu yfirmanna og forstjóra en konur aðeins tæplega 3%. Yfirmenn hvetja frekar karla en konur til að sækja ráðstefnur, til að koma með eigin hug- myndir og til að vinna að sjálfstæðum verkefnum. Sama á við þegar þeir velja fulltrúa til að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins en þá leita þeir helst til háskólamenntaðra karla. Rannsóknir sýna að þetta eru staðreyndirnar sem við okkur blasa. Sú spurning vaknar hvort unnið sé að jafnréttismálum innan fyrirtækja og stofnana með markvissum hætti með það að markmiði að breyta þessu. Leitað var eftir viðhorfum forsvarsmanna íjármálaráðuneytisins og Eimskipafélagsins.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.