19. júní


19. júní - 19.06.1996, Side 24

19. júní - 19.06.1996, Side 24
Asdís Olsen í unglingaþættinum Ó kom berlega í Ijós að stjórnandinn var feministi og var oft komið inn á jafnréttismál. Eða eins og Ásdís Olsen segir sjálf: „allir sem hafa áttað sig á misréttinu í samfélaginu hljóta að vera feministar.“ Kolfinna Baldvinsdóttir Asdís Olsen er kennari að mennt, en eftir að hún lauk Kennaraháskólanum hélt hún til Bandaríkjanna þar sem hún tók meistaragráðu í dagskrárgerð. I vetur starfaði hún hjá Ríkissjónvarpinu sem ritstýra unglingaþáttarins Ó. í þeim þáttum kom ber- lega í ljós áð Asdís er feministi og þar var oft komið inn á jafnréttismál. Eða eins og hún segir sjálf: „Ailir sem hafa áttað sig á misrétt- inu í samfélaginu hljóta að vera feministar." Hún leggur þó áherslu á að ójöfn staða kynj- anna sé ekki neinum að kenna. „Þetta er allt bundið í þjóðfélagsgerðinni - sögunni, vísind- um, hefðum o.s.frv. Eg vil meina að hlutverk feminista sé að skoða málin upp á nýtt, frá öðr- um sjónarhóli - með gleraugum þar sem búið er að hreinsa burt alla liti og skugga sem sest hafa á glerin með tímanum." Asdís kemur með dæmi um feminiska uppvakningu sem átti sér stað þegar hún var í námi ytra. „Læknastúdínur risu upp á aftur- fæturna og gagnrýndu námsbækurnar. Þær sögðu þar fjallað nær eingöngu um karllík- amann og myndirnar í bókunum væru af körl- um, jafnvel þó að fjallað væri um sérstök kvennamál. Þær sögðu að fjallað væri um kvenlíkamann eins og um undantekningu frá reglunni væri að ræða þar sem útgangspunkt- urinn var líkami karlmanna." I vangaveltum um hvar mismunun kynj- anna liggi hefur Asdís m.a. beint gleraugum sínum að skólakerfinu og rannsóknum þeim sem liggja til grundvallar uppeldis- og mennt- unarkenningum. „Eg rankaði við mér þegar ég fór að kynna mér rannsóknirnar sem þroska- og vitsmunakenningar grundvallast á. Fem- inistar eru farnir að krukka svolítið í þessar gömlu „staðreyndir" og hafa rekið sig á nokkra alvarlegar skekkjur." Asdís hendir á að oft hafi gömlu vísinda- mennirnir aðeins skoðað karlkynið og síðan heimfært niðurstöður rannsókna sinna upp á bæði kynin og allt mannkynið ef því var að skipta. Einnig hafi það vakið athygli feminista að kvenkynið sýni gjarnan slakari frammi- stöðu í rannsóknum karlanna, miðað við þá staðla sem vísindamenn gefa sér fyrirfram. „Siðgæðisþroski stúlkna er til að mynda mun slakari en drengja, samkvæmt hinum mikils- virtu kenningum Kohlbergs, og þá er spurt hver ákveði í hverju siðgæði sé fólgið, hver 22 19 .jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.