19. júní


19. júní - 19.06.1996, Side 27

19. júní - 19.06.1996, Side 27
Sjálfstraust hugarfariö: Ég vil gera gott betra, fremur en: Ég verö aö fara aö gera eitthvað, ég er svo ómögu- leg! Þaö sem ég er ekki Allar hugmyndir sem viö gerum okkur um sjálfar okkur hafa eitthvaö aö segja fyrir sjálfsálit okkar - en þó skipta þær mismiklu máli. Þannig er vel hugsanlegt aö manneskja sé ekki sérlega ánægð meö sig þótt hún geri sér grein fyrir aö margt gott megi um hana segja, ef jákvæöu atriðin í sjálfs- mynd hennar hafa lítiö vægi í huga hennar. Þaö er ekki óalgengt aö finnast kostir sem aðrir hafa til aö bera miklu veigameiri en þeir sem viö höfum sjálfar. Ég minnist fallegrar ungrar stúlku sem sagöi viö mig: „Þaö halda allir aö ég sé meö svo mikið sjálfstraust af því aö ég lít svona út. En mér finnst ekkert merkilegt aö líta svona út. Mér finnst miklu merkilegra aö vera gáf- uö. Ég á vinkonu sem er ofsalega gáfuö. En henni finnst það ekkert merkilegt. Henni finnst miklu merkilegra að líta vel út.“ í þjóðfélagi dagsins í dag gætu sumar konur hugsaö eitthvaö á þessa leiö: „Ég er heiðarleg, góö viö börn og málleysingja, traustur vinur, en hvaö er svo sem merkilegt við þaö, ég hef ör- ugglega ekki þaö sem þarf til aö sinna ábyrgöarstarfi utan heimilisins." Og fyrir nokkrum áratugum hafa sjálfsagt ýmsar konur sem höföu mikiö sjálfs- traust í starfi samt sem áöur haft fremur neikvæöa heildarmynd af sjálfum sér vegna þess aö þær voru ekki heima hjá börnunum sínum. Ríkjandi gild- ismat og þjóðfélagsviðhorf hafa sitt aö segja um Þaö hversu mikils viö metum hina ýmsu þætti sem sjálfsmynd okkar er samsett úr. Aldrei hefur til dæmis veriö meiri áhersla lögö á aö konur séu grannar, spengilegar og vöövastæltar en einmitt nú. Vegna þessarar ofuráherslu á gildi útlitsins er hætt við aö mörg konan sem finnst hún vera ein- hverjum kílóum of þung gleðjist aldrei yfir sjálfri sér. Öll hennar afrek og þaö góöa sem hana prýðir fellur í skuggann af því sem hún hefur ekki: •■grannan líkama“. Hún finnur ekki til þeirrar gleöi sem hún veröskuldar vegna þess aö þessi vöntun yfirskyggir alla kosti hennar. Sjálfstraust á ein- hverju ákveönu sviöi og almenn ánægja meö sjálfa sig fara ekki alltaf saman. Manneskja getur haft trú á sjálfri sér á einhverju ákveönu sviöi, t.d. 1 þvl aö elda mat, spila fótbolta, færa bókhald, hugsa úm börn. En þaö þarf ekki aö ýta mikiö undir sálfs- álit hennar ef henni finnast þessir tilteknu hæfi- leikar lítils viröi og aö hana skorti aöra merkilegri. haö er áhugavert aö bera saman karla og konur hvaö þetta varöar. Ýmsar rannsóknir þenda til aö þarna sé tölu- veröur munur á kynjunum. Þegar karlar skara fram úr á einhverju sviöi, eins og til dæmis 1 íþróttum, hefur þaö mikiö aö segja fyrir almenna ánægju þeirra meö sjálfa sig, vegna þess aö þeir meta sjálfir þetta sviö mikils. Tilhneigingin hjá konum viröist hins vegar vera aö gera litið úr þvl sem þær eru góöar I, líkt og þær hugsi: „Ef ég er góö I þessu getur þaö varla veriö neitt merkilegt." Breytingar á sjálfsmyndinni Annar vandi sem kann aö koma upp varöandi sjálfsálitiö eru breytingar sem veröa á sjálfsmynd- inni, hvort sem þær eru tímabundnar eöa varanleg- ar. Breytingar sem veröa á högum okkar, lífi eöa útliti, t.d. skilnaöur, veikindi, barnsfæðing eöa starfslok, veröa stundum til þess aö viö lítum sjálf- ar okkur öörum augum en fyrr. Þaö er ekki ósenni- legt aö þvl mikilvægari sess sem sviöið sem breyt- ingar veröa á hefur skipaö I sjálfsmynd manneskju þvl meiri erfiðleika upplifi hún viö breytingarnar. Ef snar þáttur I sjálfsmynd konu hefur til dæmis veriö dugnaöur og eljusemi geta veikindi sem hafa skerta starfsorku I för meö sér haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsálit hennar. Á sama hátt geta útlits- breytingar vegna veikinda, slysa eöa öldrunar haft meira aö segja hjá konu sem hefur gengist upp í þvl aö lita vel út en hjá kynsystur hennar sem hefur gefiö meiri gaum aö öörum þáttum I sjálfsmynd sinni en útlitinu. Breytingar á lífshátium sem kon- an óskar sjálf eftir geta einnig haft I för meö sér tímabundnar tilfinningasveiflur. Kona sem hefur notiö velgengni I starfi slnu kann aö finna fyrir þunglyndi og óljósri óánægju meö sjálfa sig þegar hún tekur sér barnsburöarleyfi. Óánægju sem hún á erfitt meö aö átta sig á sjálf og sætta sig viö þar sem langþráður draumur hennar, aö eignast barn, er aö rætast. En hún missir líka ýmislegt, þótt tímabundiö sé. Eins og til dæmis viöurkenningu annarra á störfum hennar og sjálfstraustiö sem þaö gefur aö geta leyst verkefni sem hver sem er getur ekki leyst. Þaö veröur aö segj- ast eins og er, aö margir þeir sem áöur sýndu áhuga á þvl sem hún var aö gera hafa nú takmarkaöan áhuga á svefnþörf, matarlyst og magakveisum barnsins hennar. Hvort sjálfsálitið blður tíma- bundinn eöa varanlegan hnekki viö breytingar fer bæöi eftir þvl hversu gott þaö var fyrir og hvernig viö- komandi tekst á viö breytingarnar I lífi sínu. Þaö er ekki ólíklegt aö þvi sáttari sem kona er við aö vera einmitt sú sem hún er því betur gangi henni að takast á viö breytingar á sjálfs- mynd sinni. Kona nokk- ur lýsti því fyrir mér hvernig sér væri innan- brjósts eftir aö börnin hennar fóru aö heiman. Hún sagöist vita mætavel aö þaö væri margt sem hún gæti gert, margt væri I boði, bæöi námskeiö og ýmiss konar tómstundaiöja, en gallinn væri bara sá aö hana langaði ekki til neins af þessu. Hana langaöi hreint ekki til neins, hún fyndi aö- eins tómleikakennd. Þegar breytingar veröa á lífi okkar og sjálfsmynd þurfum viö oft aö byrja á þvi aö gefa okkur tíma. Gefa okkur leyfi til aö átta okk- ur, syrgja gamla sjálfið og þaö sem viö höfum misst áöur en viö getum hafist handa viö aö skil- greina okkur upp á nýtt og finna fullnægju I öörum hlutum en áður. Þetta gerist eins þótt viö fögnum nýjum aöstæöum og höfum hlakkaö til þeirra at- buröa sem breytingunum valda. Hvernig sem viö verjum lífi okkar, er óhjákvæmilegt aö þær stundir komi þegar viö spyrjum sjálfar okkur: Er ég sátt viö þaö sem ég er aö gera? Hvaö gefur llfi mínu gildi? Lifi ég llfi mlnu I samræmi við þær hugmyndir sem ég hef um innihaldsríkt líf? Kona sem hefur heil- brigt sjálfsálit til aö bera trúir því aö hún hafi mann- gildi vegna þess sem hún er, og aö velþóknun og aödáun annarra sé ekki mælikvaröi á manngildi hennar. Hún býr yfir þeirri fullvissu aö hún sé verö- ug þess aö njóta hamingju I lífi sínu og að hún sé sjálf dómbær á hvaöa leiö henti henni best til aö stefna aö þvl marki. Þótt sjálfsálit, eitt út af fyrir sig, sé engin trygging fyrir hamingjuriku lífi, þá eyk- ur þaö líkurnar á aö viö tökum virka afstööu til lífs- ins og öxlum ábyrgöina á eigin hamingju. 25 19.júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.