19. júní


19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 36

19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 36
ALtftÁPJOO Og ÍSLENSKAR „Hver maöur er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og sam- visku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við ann- an.“ Svo hljóðar 1. grein Mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) sem samþykkt var á allsherjar- þingi SÞ árið 1948. Lengi var það svo að lagareglur um mannréttindi voru hluti af landsrétti hvers ríkis enda lýtur efni þeirra fyrst og fremst að samskiptum ríkisvaldsins og þegn- anna. I lok síðari heimsstyrjaldarinnar taka þjóðir heimsins hins vegar að gera sér grein fyrir nauðsyn þess að standa saman um efl- ingu mannréttinda og í inngangsorðum Mann- réttindayfirlýsingar SÞ, sem vitnað var til hér í upphafi, segir m.a. að mannréttindi hafi verið fyrir borð borin og lítilsvirt og það hafi haft í Bryndís Hlödversdóttir för meg sgr siðlausar athafnir, sem samvisku Formaður KRFÍ heimsins hafi ofboðið. Þarna er verið að vísa til grimmdarverka styrjaldarinnar en þau opn- uðu augu fólks fyrir því að mannréttindavernd væri sameiginlegt hagsmunamál allra þjóða heimsins. Þar með voru mannréttindi gerð að alþjóðlegu viðfangsefni. Frá því að mannréttindayfirlýsing SÞ var gerð hefur fjöldi mannréttindasamninga verið gerður á vettvangi SÞ og annarra alþjóðastofn- ana og þrátt fyrir að fjöldi ríkja hafi fullgilt slíka samninga, stöndum við enn frammi fyrir því að mannréttindabrot eru framin í miklum mæli víða um heim. Það er því vert að leiða að því hugann hver séu raunveruleg áhrif alþjóð- legra samninga um mannréttindi á stöðu fólks í hinum ýmsu löndum heimsins. Að sjálf- sögðu er ómögulegt að leggja einhverja algilda mælistiku á slíkt viðfangsefni, en það er engu að síður hollt að velta vöngum yfir því, ekki síst með tilliti til hinnar óendanlegu jafnréttis- baráttu kvenna og karla. Það hafa nefnilega verið gerðir nokkrir alþjóðasamningar í því skyni að bæta stöðu kvenna og ef við skoðum þá samninga sem hafa verið fullgiltir af ís- lands hálfu, þá vaknar óneitanlega spurning hvort þeir hafi haft áhrif á stöðu kvenna yfir höfuð. Ekki vegna þess að innihald þeirra sé rýrt, heldur miklu frekar vegna þess að það má stórlega efast um að það hafi skilað sér í fram- kvæmd. Helstu mannréttindi kvenna Auk mannréttindayfirlýsingar SÞ snúa nokkrir alþjóðasamningar beinlínis að mann- réttindum kvenna, þ.e. þeim er ætlað að bæta stöðu kvenna sérstaklega en að sjálfsögðu eiga mannréttindasáttmálar jafnt við um karla og konur. Fremst í flokki þeirra sáttmála er fjalla sérstaklega um réttindi kvenna fer samningur SÞ um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW- samningurinn) en einnig má nefna samþykktir Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar, nr. 100 um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf og nr. 111 er varðar misrétti með tilliti til atvinnu eða starfs. Þá hefur allsherjarþing SÞ samþykkt yfirlýsingu um afnám ofbeldis gegn konum. I byrjun árs 1995 var gefið út lítið kver af utanríkisráðu- neytinu í tilefni af fjórðu ráðstefnu SÞ um málefni kvenna sem haldin var síðla sama árs. I kverinu er að finna alþjóðasamninga og yfir- lýsingar sem Islendingar hafa gerst aðilar að og snerta sérstaklega rétt kvenna og þar er að finna þá sáttmála sem minnst er á hér að ofan. I alþjóðasamningum er víða að finna ákvæði er snerta jafnrétti á einn eða annan hátt en hér er tekið undir það sjónarmið að helstu mann- 34 19. júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.