19. júní


19. júní - 19.06.1996, Síða 37

19. júní - 19.06.1996, Síða 37
ningar ir réttindi kvenna sé að finna í þeim samningum sem hér hafa verið nefndir. Yfirlýsingin um afnám ofbeldis gegn kon- um var samþykkt á allsherjarþingi SÞ árið 1993 en í henni er það viðurkennt að brýn þörf er á að konur alls staðar í heiminum njóti rétt- inda og grundvallarhugmynda er byggja á jafn- rétti, öryggi, frelsi, heilindum og virðingu fyrir öllum mönnum. I yfirlýsingunni er það stað- fest að slíkur réttur sé hluti af alþjóðasamning- um um mannréttindi og jafnframt lýsir þingið yfir áhyggjum af því að ofbeldi gagnvart kon- um komi í veg fyrir að jafnrétti, þróun og friður og ákvæði alþjóðasamninga um jafnrétti kvenna og karla nái fram að ganga. Samþykktir Alþjóðavinnumálastofn unarinnar nr. 100 og 111 snúa að rétti kvenna og karla til jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf og til jafnréttis á vinnumarkaði að öðru leyti og með fullgildingu þeirra takast aðildarrík- in á hendur þá skyldu að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að tryggja jöfn laun kvenna og karla fyrir jafnverðmæt störf og að koma á jafnrétti um vinnumöguleika eða meðferð í atvinnu. Meðal annars er það skylda aðildarríkjanna að nema úr gildi þau lagaákvæði og breyta þeim reglugerðarákvæðum eða venjum sem kunna að vera ósamrýmanleg þessari stefnu. Sá sáttmáli sem gengur hvað lengst í því að bæta stöðu kvenna er samningurinn um afnám allrar mismununar gagnvart konum eða CEDAW-samningurinn, eins og hann er kall- aður í daglegu tali. CEDAW-samningurinn CEDAW-samningurinn var samþykktur á allsherjarþingi SÞ árið 1979 en hann fékk gildi gagnvart Islandi árið 1985. I inngangsorðum samningsins er gengið út frá því að þrátt fyrir sáttmála sem gerðir höfðu verið til að stuðla að rétti kvenna og karla séu konur enn beittar miklu misrétti. Minnt er á í inngangsorðunum að mismunun gagnvart konum brýtur í bága við grundvallarreglur um jafnrétti og virðingu fyrir manngildi, hindrar þátttöku kvenna á jafnréttisgrundvelli í stjórnmála-, félags-, efna- hags- og menningarlífi, hindrár aukna hagsæld þjóðfélags og fjölskyldu og veldur því að örð- ugra er fyrir konur að notfæra sér til fulls möguleika sína til þjónustu fyrir land sitt og mannkynið. Þar er því einnig lýst yfir að velferð í heiminum krefjist þátttöku kvenna í sem ríkustum mæli og til jafns við karla á hvaða vettvangi sem er og að barnsfæðingarhlutverk konunnar eigi ekki að vera undirrót misréttis, heldur skuli ábyrgð á uppeldi barna vera skipt milli karla og kvenna og alls þjóðfélagsins. 1 samningnum er gengið út frá því að breyt- inga sé þörf til að þessi markmið náist og því er samningurinn gerður, í því skyni að leitast við að afnema mismunun gagnvart konum hvar sem hún finnst. Það er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk CEDAW-sáttmálans er fyrst og fremst að leggja aðgerð- arskyldu á aðildarríkin, þannig að þau takist á við misréttið, ekki aðeins með lagasetningu, heldur einnig í framkvæmd. Þannig ber þeim ekki aðeins að setja grund- vallarregluna um jafnrétti kvenna og karla í stjórnar- skrár eða aðra viðeigandi lög- gjöf, heldur skulu þau einnig ábyrgjast að henni sé fram- fylgt í raun. Meðal annars er kveðið á um það í c-lið 2. gr. sátt- málans að aðildarríkin skuli koma á lagavernd á réttindum kvenna á grundvelli jafnréttis við karla og að tryggja fyrir lögbærum dómstólum lands- ins og hjá öðrum opinberum stofnunum raunverulega vernd til handa konum gegn hvers konar misrétti. Einnig segir í f-lið sömu greinar að aðildarríkin skuli gera allar viðeig- andi ráðstafanir til að breyta eða afnema gild- andi lög, reglugerðir, venjur eða starfshætti sem fela í sér mismunun gagnvart konum. Þá er sú skylda lögð á aðildarríkin að breyta fé- lagslegum og menningarlegum hegðunarvenj- um karla og kvenna með það fyrir augum að framhald á bls. 36 35 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.