19. júní


19. júní - 19.06.1996, Side 45

19. júní - 19.06.1996, Side 45
„Mér finnst þaö forréttindi aö hafa fengiö aö taka þátt í þeim útköllum sem ég hef veriö í, aö hafa fengiö aö hjálpa. “ ég í framhaldsnám til Baltimore og lærði hjá þessum prófessor og starfaði samtímis í al- þjóðabjörgunarsveitinni. Ég ákvað það þegar ég kláraði masters- gráðuna að taka mér frí og fara aftur út í rnitt aðaláhugamál sem er fallhlífarstökk. Ég hafði byrjað á því 1984, stokkið í tvö ár en hætt tíma- bundið til að ljúka námi. Frá Baltimore fór ég því til Flórída og var þar í 6 mánuði til að koma mér aftur inn í fallhlífarstökkið. Fallhlíf- arstökk er ekki bara íþrótt, þetta er lífsmáti, alla vega í Bandaríkjunum. Þetta eru sérstök samfélög, menn búa í hjólhýsum í kringum flugvellina og lífið gengur út á að stökkva. Eftir það fór ég til Kaliforníu til að leita mér að vinnu. Mig langaði til að vera í Kali- forníu af því að þetta er jarðskjálftasvæði, lang- aði að vita hvernig mér gengi sem verkfræðingi þar. Það var ákveðið fyrirtæki, EQE Internatio- nal, sem var búið að bjóða mér vinnu í San Fransiskó, tvisvar meira að segja. Fyrst meðan ég var að klára skólann en það tilboð fannst mér ekki nógu gott. Þegar ég kláraði buðu þeir mér aftur vinnu. Ég var hins vegar búin að lofa sjálfri mér því að taka mér frí til að sinna stökkinu. Svo ég sagði nei takk. Eftir að hafa stokkið í hálft ár í Flórída fór ég loks til San Fransiskó og sagði við EQE: - Jæja, þá er ég komin. Þeir sögðu: - Það er gott, komdu í heimsókn, en við liöfum ekki vinnu handa þér. Ég sagði - Allt í lagi, ég fer þá bara á fallhlífarstökkssvæði hér í Kalíforníu og bíð og sé til hvað gerist. Þá fór ég til Perris Valley, rétt austan við Los Angeles, sem er eitt af nokkrum Mekka fallhlífarstökkvara. Þann vetur sótti ég um á nokkrum stöðum í Kaliforníu, en þetta var mjög slæmur tími fyrir verkfræðinga. Ég kannaði andrúmsloftið hér heima en sótti ekki um neitt. Mig langaði frekar að vera úti og fá reynsluna af jarðskjálftasvæðinu. Ég ætlaði upphaflega að vera 3-4 vikur í Perris en það varð eitt og hálft ár. Það kom náttúrlega að því að maður varð að spá í hlut- ina, því tekjurnar voru mjög litlar á þessu tímabili. Þetta var samt mjög gott tímabil fyrir mig vegna þess að ég þurfti að spá í hvað ég vildi fá út úr lífinu. Ég fékk alveg að rasa út í sambandi við fallhlífarstökkið og spáði mikið í það hvort ég ætti að leggja það fyrir mig, gerast kennari og lifa á því. En ég komst að þeirri nið- urstöðu að björgunarmál, almannavarnamál og verkfræðimál, þetta allt ætti svo sterk ítök í mér að ég yrði að taka það fram yfir. Hins veg- ar, ef ég hefði aldrei farið til Flórída og til Perr- is Valley, ef ég hefði aldrei valið að prófa þetta, þá sæti ég enn og hugsaði - ef ég hefði nú bara stokkið. Maður lærir að bjarga sér Og var það þess virði að stökkva? Já hiklaust. Ég held að maður eigi að lifa lífinu þannig að maður fari eftir þeim löngun- um sem maður hefur. Það þýðir samt ekki að langa til að vinna aldrei neitt og láta einhverja aðra, eða ríkið, skaffa mat og húsnæði. En mað- ur verður stundum að taka áhættu í lífinu. Ég held að það sé miklu skemmtilegra að prófa að láta drauminn rætast, jafnvel þótt hann fari ekki eins og við var búist, heldur en að sitja í einhverju millibilsástandi, alltaf að langa, en prófa aldrei neitt. Það getur verið ágæt lífsreynsla að hafa plön sem ganga ekki upp. Eins og þegar ég fór til Kaliforníu. Þá þarf maður að setja hugsan- irnar í gang. Þetta kennir manni að bjarga sér. framhald á bls. 44 43 19 .jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.