19. júní - 19.06.1996, Page 46
Vi ðtaI
„Þá sæti ég enn og hugsaði - ef ég hefði nú
bara stokkið!"
framhald af bls. 43
Eg virti fyrir mér fólkið sem býr í fallhlífa-
kommúnunum, þar var einn sem gaf út frétta-
bréf og græddi á því, annar sem saumaði flug-
dreka og græddi á því, einn sem var listamaður
og seldi styttur. Fólk var að gera eitthvað, nýta
kunnáttu sína til að búa til eitthvað og selja. Svo
ég settist niður og hugsaði: -Nú er ég komin með
mastersgráðu í byggingarverkfræði, með þessa
og þessa reynslu, hvað get ég gert? -Ég er búin
að leggja ansi mikið á mig í sambandi við
rústabjörgun, hef kynnt mér þessi mál hér í
Bandaríkjunum, og veit að ég þekki þau mjög
vel. Hvernig get ég nýtt þessa þekkingu? Það
endaði á því að ég skrifaði kennslubók um
rústabjörgun fyrir Landsbjörgu og kom einnig
heim og hélt námskeið bæði fyrir verkfræð-
ingafélagið og björgunarsveitirnar - og það
voru einu árstekjurnar það árið.
Þetta var mjög þroskandi tímabil. Maður
lærði að þekkja sjálfan sig og það sem maður
vill fá út úr lífinu. -Fann hvað það er að vera
blankur og ná svo að skapa sér eitthvað. Ég
var alveg ofsalega blönk og hef aldrei upplifað
það hvorki fyrr né síðar og geri það vonandi
aldrei aftur að vera svona blönk. Enn þann
dag í dag er ég þakklát fyrir það að fá að borða
því ég veit hvað það er að eiga ekki pening
fyrir mat.
Allir peningarnir sem ég þénaði eða fékk að
láni fóru í fallhlífarstökkið. Það er reyndar ekki
svo dýrt eftir að maður hefur komið sér upp öll-
um búnaði en það kostar auðvitað að leigja og
lifa, jafnvel þótt maður búi bara í hjólhýsi. Þetta
fólk er oft mjög blankt. En mér leið mjög vel
þarna. Þetta er alveg yndislegt samfélag, fólkið
er gott hvert við annað og ekki í neinu lífsgæða-
kapphlaupi. Lífið gengur út á fallhlífarstökk eða
einhvers konar loftíþróttir, svifdrekaflug til
dæmis.
Hvers vegna fullhlífarstökk, hvað er það sem
fólkfær út úr því?
„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því.
Maður verður bara að upplifa það. Það eru allir
fallhlífarstökkvarar sammála um að þetta er
ólýsanlegt. Spennan hverfur ekki þótt maður
hafi stokkið oft því það er markmið með hverju
stökki. Upphaflega er takmarkið bara að stökkva
út úr flugvél. Það er heilmikið mál. Síðan fer
maður að stökkva með öðrum og mynda munst-
ur sem eru ákveðin fyrirfram og þá verður mað-
ur að standa sig. Þá þarf maður að geta flogið;
afturábak, áfram, til hliðar og í hringi. Þetta get-
ur verið mjög flókið því allir þurfa að falla jafn-
hratt. Það skiptir til dæmis miklu máli hvert
maður horfir.
Slys eru sjaldgæf enda er búnaðurinn orð-
inn mjög öruggur. En það er eins og með bílslys-
in, mörg slys verða vegna hluta sem reyndur
stökkvari - eða bílstjóri, myndi aldrei gera.“
En hvað svo, þú ert búin að vera ífallhlífar-
stökki og skrifa bók...
„I lok árs 1993 ákvað ég að fara heim og var
með ákveðin plön í maganum. I vikunni áður en
ég fór heim bauð EQE í San Fransiskó mér
vinnu. En þá var ég orðin svo spennt að fara
heim að ég sagði nei í þriðja skiptið - og fór
heim. Svo í janúar 1994 varð jarðskjálftinn
mikli í Los Angeles og þeir hringdu í fjórða
skiptið og buðu mér vinnu. Nú var það skrifstof-
an í Los Angeles og vinnan fólst í að rannsaka
áhrif jarðskjálfta á byggð fyrir almannavarnir í
Kalíforníu, og þá sérstaklega þessa jarðskjálfta,
sem mér fannst mjög spennandi starf. Mér leist
svo vel á það að ég breytti plönunum enn einu
sinni og flutti aftur út á LA svæðið. Meðan ég
var að bíða eftir atvinnuleyfinu kláraði ég bók-
ina. Núna er ég að þýða hana - svona þegar ég
hef tíma til - yfir á ensku því margir hafa hvatt
mig til að gefa hana út í Bandaríkjunum. Þar er
ekki til nein kennslubók fyrir almennan mark-
að. Það er galli, ef hægt er að orða það svo, að
þessi slys eru mjög fá, og enn þá sjaldgæfara að
þau verði tvisvar á sama stað, því safnast reynsl-
an og kunnáttan mjög hægt. Þess vegna verða
þeir sem öðlast reynsluna að koma henni áfram.
Ég hafði ráðgert að vera á þessu svæði í
fimm ár, en eftir tvö ár losnaði starf fram-
kvæmdastjóra Almannavarna ríkisins, ég sótti
um stöðuna og fékk hana - og enn á ný breytti
mínum plönum.
A þessu tímabili sótti ég ráðstefnur, nám-
skeið, starfaði í bandarískum björgunarsveitum
og kynntist mönnum sem eru mjög framarlega í
almannavarnainálum, sérstaklega í rústabjörg-
un, og reyndi að læra af þeim. Nú hefur þetta
snúist við, nú er það ég sem er beðin um að
halda fyrirlestra og námskeið í Bandaríkjum og
víðar.“
Getum lært margt af reynslu
annarra
I hverju felst starffram-
kvæmdastjóra Almanna-
varna?
„Almannavarnir eiga að
veita forystu, í málum sem
varða náttúruhamfarir og slys
og svo stríðsvá. Mannafli Al-
mannavarna ríkisins er lítill,
fjórar og hálf staða sem stend-
ur, en starfið gengur fyrst og
fremst út á að samræma störf
annarra, t.d. að tryggja sam-
ræmt neyðarskipulag í land-
inu. I hverju kjördæmi lands-
ins er sérstök almannavarna-
nefnd, ef eitthvað gerist í bæj-
arfélaginu eru hún kölluð til
ábyrgðar og ef nefndin ræður
ekki við atburðina þarf að kalla
til Almannavarnir ríkisins sem
skipuleggja frekari aðgerðir. Undir hatt Al-
mannavarna eiga allir björgunaraðilar að sam-
einast. Almannavarnir sjá um þjálfun á yfir-
mönnum en samtök björgunarsveitanna sjá uin
þjálfun undirmanna og eru með samning við
Almannavarnir um þjálfunarmálin, og störf
björgunarsveita í útkalli. I mörg ár sat ég hinu
megin við borðið þegar ég starfaði fyrir hjálpar-
sveitirnar.
En er eilthvað sérstakt sem þú ætlar að vinna
að?
„Já það er margt sem ég ætla að vinna að.
Það er eðlilegt að með nýju fólki komi breyting-
ar. Hins vegar tel ég rétt að taka öllu með ró og
fara ekki af stað með þær fyrr en að vel athug-
uðu máli. Þess vegna hef ég einsett mér að fara
ekki af stað með breytingar, nó að ræða þær op-
44 19 .jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS (SLANDS