19. júní - 19.06.1996, Blaðsíða 52
framhald af bls. 49
Erótík í listinni
Venus að hugga ástina eftir Francois Boucher frá 1751. Sagt er aö Madame de Pompidour hafi setið
fyrir og myndin hangið í svefnherbergi Lúðvíks 15.
svið miklar andstæður. Allt frá hinu göfuga og
háleita til hins klúra og grófa. En það er ekki þar
með sagt að ‘hinir siðfáguðu' skemmtu sér ekki
einnig í návist Kúpids, eins og sögur Boccacio
og mynd Agostino Caracci, ‘Satír í samförum
við nymfu’, frá síðari hluta sextándu aldar bera
með sér. En menn nutu slíkra hluta bak við lok-
aðar dyr og í fámennum félagsskap. Sögur
herma að til séu herbergi í vistarverum Páfans í
Vatíkaninu, með veggmyndum máluðum af Raf-
ael, sem haldið er tryggilega leyndum, því efni
þeirra þykir ekki alveg samrýmast heilagleika
embættisins, og að sögn hefur einungis einum
listfræðingi á þessari öld verið leyft að skyggn-
ast þar inn fyrir dyr.
Klámiðnaðurinn heldur inn-
reið sína
En þetta telst varla klám í okkar augum. Hið
eiginlega klám, eins og við þekkjum það, kom
ekki fram á sjónarsviðið fyrr en með tilkomu
ljósmyndatækninnar á fyrri hluta nítjándu ald-
ar, eða réttara sagt um miðja öldina þegar fund-
in var leið til að prenta ljósmyndir á pappír og
ljósmyndaiðnaðurinn varð til. Ljósmyndir
gerðu tvennt. I þeim sáu menn ekki aðeins nekt
heldur einnig nakta líkama tiltekina einstak-
linga. Ljósmyndin gaf tilfinningu fyrir því að sjá
hlutina eins og þeir eru, en ekki aðeins mynd
þeirra eins og þeim er lýst og túlkaðir af lista-
mönnum. I öðru lagi þá var hægt að prenta ljós-
myndir í ótölulegum fjölda eintaka. Þar með
varð klámiðnaðurinn til, nánast um leið.
Pornógrafía er nítjándualdarorð, dregið af
gríska orðinu pornoi fyrir skækju eða vændis-
konu. Pornógrafía gæti þá þýtt portkonuskrif, í
niðrandi merkingu um klámfengið ritmál. Það
má því skilgreina pornógrafíu, eða klám, sem
nokkurs konar bókmenntagrein eða myndgerð
Mynd eftir Thomas Rowlandson frá 1810.
sem hefur að geyma mjög opinskátt kynferðis-
legt efni, í þeim tilgangi að veita kynferðislega
örvun. Slíkt klám er yfirleitt talið klúrt, gróft og
jafnvel ofbeldiskennt. Fókusinn er fyrst og
fremst á kynfæri og kynferðislegar athafnir af
öllu tagi. Hér skilja leiðir með hefðbundnum
listmiðlum eins og málverki, grafík og teikningu.
Klámið hefur verið bundið við ljósmyndir og
aðra skylda miðla eins og kvikmyndir. Til marks
um það er að allar þær deilur sem sprottið hafa
upp á síðkastið varða listamenn sem nota ljós-
myndir. Auk Mapplethorpes má nefna Andres
Serano, Jock Sturges, Sally Mann og Joel Peter
Witkin. En myndir eftir tvö þau síðastnefndu
hafa prýtt veggi kaffihússins Mokka.
Klámið hefur verið gagnrýnt úr tveimur átt-
um. Annars vegar af íhaldsömum væng þeirra
sem vilja viðhalda velsæmi og vernda fjölskyld-
una og sjá í klámi sorann úr ræsinu sem er
gróðrarstía illra afla í samfélaginu. (Þannig hafa
íhaldsamir þingmenn á Bandríkjaþingi úthróp-
að klám í myndlist í því skyni að fá ailan opin-
beran stuðning við listir felldan niður, undir
því yfirskini að listalífið sé samsafn perverta og
and-amerískra ónytjunga.) Hins vegar af frjáls-
lyndum væng þeirra sem líta á klámið sem
dæmigert fyrir kúgun kvenna og þjóðskipulag á
50 19 .jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS