19. júní - 19.06.1996, Qupperneq 74
Frá starfi KRFÍ
framhald af bls. 71
eins og þeim hvort skólakerfið tryggði börnum
fræðslu um stöðu kvenna og karla í þjóðfélag-
inu, hvaða fræðslu kennarar fái um jafnréttis-
mál og það hvort ríkisstjórnin hafi mótað ein-
hverja stefnu í þessum málum. Framsögumenn
voru Björn Bjarnason menntamálaráðherra,
Inga Sigurðardóttir kennari, Ólafur Proppé
prófessor og Sigrún Erla Egilsdóttir kvenna-
fulltrúi Stúdentaráðs en að loknum framsögum
voru umræður. Fundi stýrði Áslaug Brynjólfs-
dóttir fræðslustjóri en fundinn sóttu 33 manns.
Fjórða ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um
málefni kvenna var haldin í Beijing í Kína
4.-15. september 1995 og í tengslum við hana
var haldin ráðstefna óháðra félagasamtaka í
Huairou. Ráðstefnan var umdeild af mörgum
ástæðum, ekki síst fyrir staðsetningu hennar.
Kvenréttindafélag íslands átti fulltrúa í undir-
búningshópi utanríkisráðuneytisins vegna op-
inberu ráðstefnunnar, Ingu Jónu Þórðardóttur
en til vara var Bryndís Hlöðversdóttir.
Fjöldi funda var haldinn á vegum félagsins
vegna ferðar á ráðstefnu óháðra félagasamtaka.
Félagið sá um undirbúning ferðarinnar og var
álag gífurlegt á skrifstofunni í fyrrasumar
vegna þessa. í upphafi höfðu um 100 manns
skráð sig en að lokum voru það 16 manns sem
sóttu ráðstefnuna á vegum félagsins. Inga Jóna
Þórðardóttir átti veg og vanda að undirbúningi
fundanna í samstarfi við formann félagsins og
Eddu Hrönn Steingrímsdóttur framkvæmda-
stjóra félagsins. Félagið fékk kostnaðinn vegna
undirbúningsins að mestu leyti greiddan frá
utanríkisráðuneytinu.
Sigríður Lillý Baldursdóttir var formaður
i
;
undirbúningsnefndar íslenskra stjórnvalda
vegna opinberu ráðstefnunnar. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra var formaður ís-
lensku sendinefndarinnar en hana skipuðu níu
konur og fjórir karlar. Fulltrúi Kvenréttindafé-
lags Islands var Inga Jóna Þórðardóttir.
Á ráðstefnunni voru samþykkt tvö plögg,
annars vegar yfirlýsing ráðstefnunnar og hins
vegar framkvæmdaáætlun. I yfirlýsingunni
eru helstu punktar framkvæmdaáætlunarinnar
dregnir fram en hún er um 140 blaðsíðna löng.
Með yfirlýsingunn skuldbinda ríkin er sóttu
ráðstefnuna sig til að framfylgja efni hennar en
í henni er m.a. fjallað um kynbundinn launa-
mun, efnahagslega stöðu kvenna, menntun
kvenna og fræðslu um mannréttindi, ofbeldi
gegn konum, viðurkenningu á framlagi kvenna
til efnahagslífsins, stöðu kvenna í valdakerfi
samfélagsins og ábyrgð fjölmiðla á umfjöllun
um konur í fjölmiðlum. Miklar deilur voru um
innihald framkvæmdaáætlunarinnar fyrir og á
ráðstefnunni en segja má að í stórum dráttum
hafi deilurnar staðið milli Vatikansins og
Jafnrétti
í húsnæðismálum
Hlutverk okkar er meðal annars að stuðla að
jafnrétti í húsnæðismálum og auka möguleika fólks á
að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Þetta er eitt af þeim markmiðum sem
Húsnæðisstofnun starfar að. Þess vegna er
hún ein af velferðarstofnunum þjóðfélagsins.
HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS
- vinnur að velferð í þágu þjóðar
HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS • SUDURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 569 6900 • BRÉFASÍMI: 568 9422 • GRÆNT NÚMER: 800 6969
72 19 .júní
RIT KVENRÉTTINDASAMBANDS ÍSLANDS