19. júní


19. júní - 19.06.1996, Page 75

19. júní - 19.06.1996, Page 75
múslimaríkja annars vegar og annarra ríkja hins vegar. Hinir síðarnefndu töldu sig hafa áorkað meiru en björtustu vonir stóðu til í upp- hafi, en tíminn einn leiðir í ljós áhrif Beijing ráðstefnunnar á stöðu kvenna í framtíðinni. Gertrude Mongella, framkvæmdastjóri kvennaráðstefnunnar, kom hingað til lands í hyrjun sumars en Kvenréttindafélag íslands stóð að fundi þar sem hún gerði grein fyrir ráð- stefnunni og svaraði gagnrýni sem fram hafði komið á kínversk stjórnvöld fyrir að halda ráð- stefnu óháðra félagasamtaka í mikilli fjarlægð frá opinberu ráðstefnunni. Að auki svaraði hún því hvers vegna ráðstefnan væri haldin í Kína, þar sem mannréttindi kvenna þykja ekki í hávegum höfð. Benti Mongella á að löngu hafi verið ákveðið að næsta ráðstefna SÞ í þess- um dúr yrði haldin í Asíu og Kína hafi orðið fyrir valinu á sínurn tíma, ekki síst með tilliti til þess að það gæti ef til vill bætt stöðu kín- verskra kvenna. Ráðstefna óháðra félagasamtaka var haldin í um það bil klukkustundar akstursfjarlægð frá Beijing, í Huairou. Fulltrúar KRFÍ á ráðstefn- unni voru Bryndís Hlöðverdsdóttir og Valgerð- ur K. Jónsdóttir. Hallveigarstaðir I kjölfar framkvæmda utanhúss á Hallveig- urstöðum hefur félagið frá og með áramótum 1995/1996 misst arðgreiðslur vegna hússins annan hvern mánuð, en önnur hver greiðsla til félaganna er nú notuð til að standa straum af afborgunum af lánum er tekin voru vegna framkvæmdanna. Þetta hefur veruleg áhrif á rekstur KRFI en greiðslurnar höfðu dugað til að greiða mánaðarlaun starfsmanns. Þetta hefur skapað aukinn þrýsting á að húsið verði selt og á síðasta ári ákvað hússtjórn að fela ráðgjafar- fyrirtæki nokkru að meta möguleika á nýtingu hússins í framtíðinni með tilliti til leigu eða sölu. Skýrsla kom frá fyrirtækinu snemma á þessu ári og er þar stillt upp nokkrum kostum fyrir félögin sem eiga húsið. Sá möguleiki sem hvað mesta athygli hefur vakið er sala hússins að undanskildri hliðarbyggingunni, sem yrði áfram í eigu KRFÍ, KÍ og BKR. Myndu félögin nýta þann hluta hússins fyrir eigin starfsemi. Ekki hefur ákvörðun verið tekin um þetta enn- þá, en fyrir stjórn hússins liggur að móta sam- eiginlega stefnu félaganna þriggja um það hvernig framtíð hússins verði. KRFÍ er eina fé- lagið sem hefur fyrirliggjandi heimild til sölu, en hin félögin tvö þurfa að fá samþykki til að unnt só að selja húsið. Nú þegar hefur frést um mögulega sölu hússins og mögulegir kaupend- ur hafa haft samband. Landsfundur verður haldinn 27.-28. sept- ember í haust og hefur stjórnin lagt til að hann verði haldinn í Hafnarfirði. Meginumfjöllunar- efni hans verður skv. ákvörðun stjórnar mann- réttindi stúlkubarna og Cedaw-samningurinn. Utgáfumál 19. júní Tímarit félagsins, 19. júní, kom út þrisvar sinnum á árinu. Ritstjóri var Valgerður K. Jónsdóttir og í rit- nefnd voru Steinunn Jóhannesdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Bryndís Kristjánsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Kristín Leifsdóttir. Und- anfarin þrjú ár hefur blaðið komið út þrisvar sinnum á ári. Fyrstu tvö árin var í gildi sam- komulag við Jafnréttisráð um samstarf blaðsins og Vogarinnar - fréttabréfs ráðsins. Samning- urinn rann út í byrjun síðasta árs og ákvað Jafn- réttisráð að framlengja hann ekki og gefur nú út sérstakt fréttabréf. I kjölfarið varð það félaginu fjárhagslega ofviða að gefa blaðið út þrisvar sinnum á ári og hefur stjórnin því ákveðið að gefa einungis út eitt tölublað á þessu ári sem kemur út 19. júní. Ný ritnefnd hefur tekið til starfa en í henni eiga sæti Steinunn Jóhannes- dóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Kolfinna Bald- vinsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Kamilla Rún Jóhannsdóttir og Stefanía Oskarsdóttir. Ritstjóri er Valgerður K. Jónsdóttir. Fréttabréf Á síðastliðnu starfsári voru gefin út 4 fréttabréf en þau hafa einkum verið notuð til að koma á framfæri upplýsingum um starf félags- ins, fundi og annað. Ábyrgðamaður frétta- bréfsins hefur verið Valgerður K. Jónsdóttir. I tengslum við breytt fyrirkomulag á útgáfu 19.júní, hefur stjórn félagsins ákveðið að breyta fyrirkomulagi fréttabréfsins. Það mun á næstunni koma út í breyttri mynd, stærra broti og með nýju sniði. Undirbúningur undir breytta útgáfu fréttabréfsins er nú á lokastigi. Gróðursetningarferð í Heið- mörk Þann 4. júlí fóru 8 vaskar konur í lundinn okkar í Heiðmörk og gróðursettu tré, en segja má að lundurinn hafi tekið stakkaskiptum á síðustu árum. 170 plöntum var komið niður í sumar í haugarigningu og slagveðri, en enn eig- um við nokkuð verk fyrir höndum í rofabörð- unum. Skuggaskýrsla um Cedaw-samninginn Félagið vann skuggaskýrslu um samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mis- mununar gegn konum en íslensk stjórnvöld framhald á bls. 74 73 19.jÚní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.