19. júní


19. júní - 19.06.2002, Síða 7

19. júní - 19.06.2002, Síða 7
Guðríður: „Það eru um 14 fastir pennar sem koma að vefnum og svo erum við með gott bakland af ungum áhugasömum konum sem senda okkur efni. Það er hins vegar þriggja manna ritstjórn sem ber ábyrgð á vefnum. Rit- stjórnin verður væntanlega rúllandi, þannig að þriggja manna ritstjórn verður skipt út á á- kveðnu tímabili. Nú eru auk mín þær Brynhildur Einarsdóttir og Edda Jónsdóttir í ritstjóm." Inga Lind: „Þó að við skilgreinum okkur flestar hægra megin við miðju í pólitík tengist tikin.is ekki stjórnmálaflokkum eða hagsmunasamtök- um. Skoðanir greinarhöfunda eru skiptar um ýmis mál og við förum ekki eftir „flokkslínum". Jafnréttisumræða frá hægri Er ekki markaðurirm mettaður af vefmiðlum? Inga Lind: „Er ekki alltaf pláss fyrir frábæra vefmiðla sem hafa upp á eitthvað nýtt að bjóða? Undanfarin misseri hefur óneitanlega vantað eitthvað ferskt í flóru þessara pólitísku vefrita. Menn hafa jafnvel velt fyrir sér framtíð þeirra og látið í Ijós áhyggjur sínar yfir að hún gæti orðið döpur ef ekkert nýtt kemur fram. Tíkin.is er fersk og fjallar um málin frá öðru sjónarhorni en þau pólitísku vefrit sem voru fyr- ir.“ Guðríður: „Vissulega eru margir vefmiðlar sem fjalla um pólitík en við teljum okkur vera að koma með nýjan vinkil í umræðuna. Við teljum brýnt að koma á framfæri hægrisinnuðum sjón- armiðum í jafnréttismálum en í umræðunni um þennan málflokk hafa vinstrisinnuð sjónarmið um langt skeið verið áberandi." Hingað til hafa karlmenn verið mun meira á- berandi en konur i ritstjórnum pólitískra vefrita. Haldið þið að konur hafi ef til vill minni áhuga á stjórnmála- og þjóðmálaumræðu en karlmenn? Guðríður: „Ég held að þetta sé ein af þeim fjöl- mörgu klisjum um kynin og meintan mun þeirra. Þetta eru fyrst og fremst hentugar eftirá skýr- ingar sem menn koma með til að afsaka eigin fordóma." Inga Lind: „Já, ég tek undir þetta. Ég get eng- an veginn skilið hvernig hægt er að tengja slík áhugamál við kyn.“ □ 7

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.