19. júní


19. júní - 19.06.2002, Síða 8

19. júní - 19.06.2002, Síða 8
I ■*?> 'g v. 7 Skipta „litlu hlutirnir" máli í jafnréttisbaráttunni? Eftir: Hrafnhildi Huld Smáradóttur Flesta daga standa bjartsýniskonur á því fastar en fótunum að íslenskt samfélag eigi ekki langt í land með að verða samfélag þar sem algert jafnrétti ríki milli kynjanna. Undirrituð tilheyrir þeim hópi. Það virðist að minnsta kosti miða í rétta átt. Fyrir tveimur árum urðu til að mynda tímamót á Alþingi þegar karlar fengu sjálfir rétt til fæðingarorlofs. Á þremur árum eftir setningu laganna myndu þeir standa jafnfætis konum hvað varðar fæðingaror- lofsréttindi. Flestar konur líta á lagasetninguna sem sigur enda eru nú allar líkur á því að ungar konur verði síður inntar eftir því í atvinnuviðtölum hvort og þá hvenær þær hyggi á barneignir. Með nýju fæðingarorlofslögunum eru í það minnsta engin rök fyrir því að konur í atvinnuleit séu frek- ar spurðar þessara spurninga en karlar. Þá á lög- gjöfin vonandi eftir að gera það að verkum að konur færist nær körlum í launum. Svo koma dagar þegar bjartsýniskonur reka sig á vegg. Þá spyr maður sig hvort við eigum kannski enn óralangt í land með að algert jafnrétti verði á íslandi? Spurningar sem þessar kvikna í kollinum þegar maður rekur sig á að „litlu hlutirn- ir“ í samfélaginu virðast í það minnsta í sumum til- fellum ekkert breytast. Ég hef til að mynda oft velt því fyrir mér hvort verkaskiptingin inni á heimilinu skipti máli í baráttunni. Það að par eða hjón skipti verkum jafnt á milli sín óháð kyni. Hún vaski upp í dag, hann á morgun. Hún þvoi bílinn þegar þörf er á og hann skúri þegar honum ofbýður skíturinn á gólfinu. Hann kaupi í matinn, hún skipti um batt- erí í reykskynjaranum. Og svo mætti lengi telja. Á ótrúlega mörgum heimilum ungs fólks er hlutunum hins vegar ekki þannig fyrir komið. Verkaskiptingin er kynskipt. Konan gerirflest það sem snýr að heimilinu og er búin að gefast upp á að kenna sambýlismanni sínum á þvottavélina. Að skipta um olíu á bílnum, laga það sem til fell- ur á heimilinu og svo hugsanlega að vaska upp endrum og sinnum er í verkahring karlsins. Þeg- 8

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.