19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 10
Hlutur kvenna í stjórnmálum eykst um 4% í nýafstöónum kosningum Minna en væntingar stóðu til Hlutur kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum að loknum kosningunum í maí sl. jókst um 4% frá síðustu kosn- ingum, eða úr rúmum 28% í 32%. Til samanburðar má geta þess að hlutur kvenna í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum var 12% eftir kosningarnar árið 1982. Hildur Helga Gísladóttir, formaður stjórnskip- aðrar nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, segir þessa aukningu vera minni en væntingar stóðu til þó að sjálfsögðu sé þetta skref í rétta átt, þ.e. í átt að aukinni þátttöku kvenna á bæjar- og sveitarstjórn- arstiginu. „Hlutfall kvenna í bæjar- og sveitarstjórn- um hefur hækkað um u.þ.b. þrjú prósentustig í hver- jum kosningum síðustu áratugina. Miðað við það eru fjögur prósentustig ekki mikil aukning," segir hún. Aðspurð hvort góðir hlutir gerist ekki bara hægt, seg- ir hún svo ekki vera, og hún vill að þessir hlutir gerist hraðar. Markmið nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum hafi líka verið að hlutur kvenna yrði 40% að loknum nýliðnum kosningum. „Ein leið til að jafna hlut kynjanna á framboðslistum er að setja reglur um fléttulista, þ.e. ef karl verði í fyrsta sæti verði kona í því næsta og verði kona í fyrsta sæti verði karl í því næsta og svo framvegis." Hildur Helga tekur þó fram að þótt markmið nefndarinnar, um aukinn hlut kvenna í sveitar- og bæjarstjórnunum, hafi ekki náðst þá hafi tekist að auka hlut kvenna almennt á framboóslistum fyrir kosningarnar. Alls hafi hlutur kvenna á framboðs- listum verið um 41% og hlutur karla um 59%. Konur hafi þó ekki leitt lista nema í um 20% til- vika. Hildur Helga vonast til þess að þessi hlutur kvenna á framboðslistum muni skila sér inn í nefndir og ráð á vegum sveitarfélaganna en verið er að skipa fulltrúa framboðanna í nefndir og ráð um þessar mundir. Næsta verkefni er alþingiskosningarnar Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, sem Hildur Helga, veitir forstöðu fyrir, vann ötullega að því fyrir liðnar kosningar að hvetja konur til að gefa kost á sér í bæjar- og sveitarstjórnir. Hildur Helga telur að það starf hafi m.a. skilað því að fleiri konur hafi gefið kost á sér á lista framboðanna en áður. Hildur Helga segir þó að hún hafi fundið fyrir þess- ar kosningar að erfitt sé að fá konur til að gefa kost á sér í bæjar- og sveitarstjórnir. Erfiðara en oft áður. Ekki síst vegna þess að verksvið sveitarfélag- anna sé að verða æ umfangsmeira. Setu í bæjar- eða sveitarstjórn fylgi mikil vinna auk þess sem störf í þágu sveitarfélaganna séu oft illa launuð. Næsta verkefni nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum er að hvetja konur til að gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum. Hildur Helga segir að í þeim kosningum verði á brattan að sækja, þar sem kjördæmum hafi verið fækkað úr átta í sex. Karlmenn séu m.ö.o. líklegri til að berj- ast um fyrstu sætin í sameinuðu kjördæmi en konur, þar sem algengara var að þeir skipuðu fyrsta sætið í gömlu kjördæmunum. Hildur Helga leggur þó áherslu á að konur gefi kost á sér í fyrsta sæti framboðanna í kjördæmunum. Fyrstu sætunum fylgi völdin og ráðherraembættin. □ Arna Schram Til fróöleiks! Alls 2.714 einstaklingar voru í framboði á 182 list- um fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí sl. Það þýðir að tæpt 1 % þjóðarinnar var í framboði, eða um 1,4% af þeim sem voru á kjörskrá. Hlutfall kynjanna var með þeim hætti að 59% frambjóðenda voru karlar en 41 % konur. Við þar- síðustu sveitarstjórnarkosningar var þetta hlutfall 62% karlar og 38% konur. Sé horft til fyrstu þriggja efstu sæta á framboðslistum kemur fram að karlar voru í 80% tilvika í fyrsta sæti lista, í 58% tilvika í öðru sæti lista og í 63% tilvika í þriðja sæti lista. Á 44 listum var jafnræði með kynjunum, þ.e. jafnmargar konur og karlar á lista. Karlar voru hins vegar í meirihluta á listum í 70% tilvika en konur voru í meirihluta á listum í 6% tilvika. Á einum lista var engin kona í fram- boði. Heimild: www.kosningar2002 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.