19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 22

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 22
i „Konur þurfa áb vera vakandi!77 Sigurveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi kennari í Hafnarfirði og formaður Kvenréttindafélags íslands, á sjöunda áratugnum, hefur barist fyrir auknum kvenréttindum í fjölda ára. Hér ræðir hún við Örnu Schram um kvenréttindi fyrr og nú. Þegar ég hitti Sigurveigu Guðmundsdóttur, í byrj- un maí mánaðar eru bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar í nánd. Við byrjum því á að ræóa kosn- ingarnar. Sigurveig segir mér að hún styðji Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. „Konur eiga að styðja konur,“ segir hún ákveðin. Við fjöllum frekar um jafnréttismál og kvenrétt- indi og greinilegt að þar er Sigurveig á heimavelli. Hún hefur mjög ákveðnar skoðanir í þeim málum. ,,Konur eiga að hafa hugrekki til að koma fram og berjast fyrir sínum skoðunum," segir hún. ,,Kon- ur eiga að trúa á sjálfan sig og vera ekki hrædd- ar. Það drepur mann enginn í ræðustól." Sigurveig talar af reynslu. Hún hóf snemma af- skipti af félagsmálum og sat í stjórnum ýmissa fé- laga, s.s. í Slysavarnarfélaginu á Þatreksfirði og í Hraunprýði, kvennadeild Slysavarnarfélagsins í Hafnarfirði. Seinna sat hún í stjórn Kvenréttinda- félags íslands eða á árunum 1964 til 1972. Þar af var hún formaður Kvenréttindafélagsins á árunum 1969 til 1971. Þá var hún a sjötugsaldri. Sigurveig er því elsti núlifandi formaður Kvenréttindafélags ís- lands. Kvenréttindakona ung að árum Sigurveig gaf út æviminningar sínar fyrir nokkrum árum. Þær bera heitió Þegar sálin fer á kreik og eru ritaðar af Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur. í bókinni segir Sigurveig að hún hafi snemma orðið kvenréttindakona. „Það var upp- eldið sem gerði það að verkum, sem og samver- an við kvenréttindakonurnar á Kópavogshæli, þær Elínu (Sigurðardóttur) skáldkonu og Unu Sigtryggsdóttur hjúkrunarkonu,11 segir Sigurveig í æviminningunum en Sigurveig veiktist ung af berklum og þurfti því að dvelja á berklahælum í mörg ár, m.a. á Vífilsstöðum og á Kópavogs- hæli. „Mér datt samt ekki í hug að fara að starfa með Kvenréttindafélaginu eftir að ég kom út af hælunum, enda var það mjög lítið áberandi á þessum tíma og lítt til þess fallið að laða að sér nýja félagsmenn. En þó að ég hafi ekki látið þessi mál til mín taka, þá hvarflaði hvorki að mér né öðrum konum að kven- réttindi væru eingöngu fengin með kosningaréttin- um.“ Það er gaman að ræða við Sigurveigu um jafn- réttismál. Hún hefur ákveðnar skoðanir í þessum efnum og hefur greinilega ávallt verið meðvituð um að konur þyrftu að hafa sömu réttindi og karlar. Það er t.d. skemmtilegt að heyra söguna af því þegar, hún var 16 ára stúlka í Kvennaskólanum í Reykjavík, og neitaði að læra að sauma skyrtur á karla. Mikil áhersla var lögð á að kenna handa- vinnu í Kvennaskólanum. Það gramdist Sigurveigu því hún vildi læra bóklegar námsgreinar. Eftir að hafa mótmælt skyrtusaumnum við forstöðukonu skólans komst Sigurveig upp með það að sleppa við léreftssauminn og fékk að bæta það upp með því að læra lexíurnar betur. Aðrar stúlkur héldu þó áfram að læra að sauma skyrtur á eiginmenn sína. Sigurveig byrjaði að starfa með Kvenréttinda- félagi íslands í kringum 1959 og segir að hún hafi mætt á sína fyrstu stjórnarfundi sem staðgengill Jakobínu Mathiesen. Smám saman varð áhugi Sigurveigar á félaginu meiri og hún varði æ meiri tíma í störf í þágu þess. Sigurveig segir í samtali við 19. júní að þau hafi verið ýmis baráttumálin í tíð hennar í Kvenréttindafélaginu. „Merkilegustu mál- in sem náðust í gegn voru sennilega stofnun kven- sjúkdómadeildar á Landspítalanum sem og stofnun fæðingadeildarinnar. Upphafsmaður þessara mála var Steinunn Finnbogadóttir," segir Sigurveig. Þakklát fyrir menntunina Foreldrar Sigurveigar voru Guðmundur Hjaltason kennari og Hólmfríður Björnsdóttir. Sigurveig tal- ar um þau af mikilli hlýju og segir að þau hafi lagt mikla áherslu á að hún hlyti menntun. Fyrir það er hún þeim ævinlega þakklát. „Eitt það besta sem fyrir mig hefur komið er að hljóta menntun" segir hún, en það þótti síður en svo sjálfsagt að konur 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.