19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 26
Bréf að utan La donna italiana: Fórnfýsi eóa framúrstefna? Eftir: Snæfríði Baldvinsdóttur viðskiptafræðing Italía er mörgum Ijósárum á eftir okkur Norðurlandabúum hvað varðar stöðu og réttindi kvenna. ítalskt þjóðfélag er enn fjötrað í hefðbundna kynjaskiptingu og undirlagt af fordómum sem hefta val kvenna. En af hverju? Hvað veldur því, að ítalir sjálfir halda svona sterkt í menningarlegar hefðir og venjur? Af hverju er Ítalía það land innan Evrópu, sem berst hvað harðast gegn hraðbyr nú- tíma- og alþjóðavæðingar sem fer eins og eldur um sinu um alla heimsbyggðina? Snæfríður Baldvinsdóttir veltir þessum og fleiri spurningum fyrir sér en hún hefur búið í fjölda ára í Róm á Ítalíu. Hver þjóð markast af sínum menningarlegu und- irstöðum. Ég er jafnvel þeirrar skoðunar að hver þjóð eigi sér sitt eðli, og að hægt sé að sálgreina heila þjóð út frá menningarlegu og félagslegu eðli hennar. Eðli ítala er svo gjörólíkt eðli okkar, að nánast er út í hött að reyna að gera samanburð, enda er ég löngu vaxin upp úr slíkum barnaskap. Það þýðir ekkert að ætla að dæma heila þjóð út frá forsendum, sem maður ber með sér heiman frá. Niðurstaðan úr slíkum samanburðafræðum gæti hvorki orðið rétt né réttlát. Og þótt ég hafi oft af drambsemi minni - í fullvissu þeirrar manneskju sem veit sig hafa yfirburði - slegið fram fullyrðing- um og skammaryrðum um, hvernig hin ítalska kona lætur fara með sig, þá talaði ég oftast nær fyrir daufum eyrum. Samt hef ég aldrei litið á sjálfa mig sem herskáan feminista. Ég hef alltaf miklu frekar talið mig vera einstaklingshyggju- manneskju. Samt sem áður - og kannski einmitt vegna þess að ég bjó í þessu landi í svona mörg ár - þá varð ég óhjákvæmilega meðvitaðri um kyn mitt, um sjálfa mig sem konu, og allt sem því fylg- ir. En hvað er hægt að segja um feminisma á Ítalíu? Er hann til, var hann einhvern tíma til? ítalskur femínsimi á sér 25 ára sögu, og þrátt fyr- ir lagasetningu í mörgum greinum á þessum árum hefur baráttan fyrir kvenrétt- indum sóst seint. Sannleik- urinn er sá að þrátt fyrir lög og reglugerðir hefur ekki tekist að breyta mörgu í þjóðfélagsgerðinni. Lýðveldi karlaveldisins er enn stjórnað af karlmanninum, honum í hag og á hans forsendum. Konan er enn sú sem þjónar fjölskyld- unni til borðs, (heimatilbúið kjötseyði sem tekur 3 tíma að útbúa), þar sem allir karlmenn sitja um- hverfis matarborðið í straujuðum skyrtum og þurrka sér um munninn með straujuðum munn- þurrkum. Ekki sést kusk á hvítflibbanum, gljábónuðum gólfum og fínpússuðum gluggum. Konan er enn mjög upptekin af öllu þessu hefð- bundna amstri sínu og eyðir eflaust þrefalt meiri tíma í slík störf en kynsystur hennar á íslandi. Á- byrgð hennar er mikil. Hennar er að tryggja velferð allra í fjölskyldunni, sjá um að stórfjölskyldan haldi saman, eins og vinkona mín sem á öllum jólum heldur þrjú boð handa foreldrum sínum og fjöskyldu, tengdaforeldrum, og m.a.s. fyrrverandi tengdaforeldrum. Einhvern veginn finnst henni það vera skylda sín að halda sambandi! Og þetta eiga ítalskar konur sameiginlegt: þessa óbærilegu á- byrgðarkennd gagnvart allri fjölskyldunni: eigin- manninum, börnum, foreldrum, tengdaforeldrum og jafnvel fjarskyldum ættingjum. Allt er undir þeim 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.