19. júní


19. júní - 19.06.2002, Page 27

19. júní - 19.06.2002, Page 27
komið. Og þær vita sem er að án þeirra hrynur allt heila kerfið sem spilaborg. Þær sinna fjölskyldunni af slíkri einbeitni, ákafa, og fórnarlund að einungis er hægt að líkja við samband dýrlinganna við Guð. Slík er ábyrgð þeirra og mikilvægi. Afstaða kon- unnar til eiginmannsins er svipuð og til barnanna. Það þarf að sjá um hann, gefa honum að borða, klæða hann og sinna honum, og undir engum kringumstæðum má skilja hann eftir einan. Hann gæti farið sér að voða! Er nema von að barneign- um hafi fækkað, þegar ekki er lengur hægt að reiða sig á aðstoð ömmu, tengdamömmu og frænku í stórfölskyldunni! Hæfileikinn til að draga karla á tálar En eru ítalskar konur þá nokkuð að velta fyrir sér réttindum sínum, jafnréttisbaráttunni eða stöðu konunnar í þjóðfélaginu? Vilja þær láta til sín taka? Jú, auðvitað eru til þær konur sem vilja berjast og láta í sér heyra. En raddir þeirra berast ekki langt. Þær konur sem eru kenndar við femín- isma hafa á sér mjög neikvæða ímynd; ókvenleg- ar, bitrar, róttæklingar, einmana og ekki síst karl- mannslausar í kulda og trekki; sem sagt yfirhöfuð lítt áhugaverðar. Þær mega sín lítils í baráttunni gegn áhrifum ,,morale patriarcale" og fjölmiðla, sem aldrei þreytast á að sýna konuna í sinni stöðluðu ímynd kvenleikans, sem draum hins bernska karlmanns. í fjölmiðlunum sitja hinar kvenlegu dísir og ræða um og vegsama hina full- komnu konu, sem er fyrst og fremst falleg, síðan góð, fyrst sem móðir og þá sem eiginkona, og hefur í krafti þessara eiginleika náð að koma sér áfram á vinnumarkaðinum. Þessar konur vekja aðdáun og hrifningu hjá báðum kynjum. Kvenleik- inn er hafinn upp til skýjanna, háir hælar, varalit- ur, berir leggir. Fegurðin er fyrir öllu og ef konan er skemmtileg í þokkabót, þá kemst hún ansi ná- lægt fullkomnleikanum. Ef hún er aftur á móti Ijót, verður hún að bæta það upp með karakter og greind, annars er hún „persona non grata.“ Og það undarlega er, að þessi myndbirting konunnar í sjónvarpinu er algerlega hafin yfir gagnrýni. Þvert á móti eru þetta fyrirmyndirnar sem stúlkur líta upp til. Þegar ég lít til baka eftir öll þessi ár, sem ég bjó á Ítalíu, man ég ekki til þess að ég hafi hætt mér út í þessa sálma við ítalskar kynsystur mínar. Fyr- ir þeim er þetta bara lögmál náttúrunnar, og ekki ástæða til að ræða það neitt frekar. Og eins fann ég engan hljómgrunn hjá ítölskum kynsystrum mínum fyrir gagnrýni á hitt kynið. Þær hlógu bara og fannst ég vera óþarflega tepruleg. Auðvitað átti ég bara að vera upp með mér, ef ég fékk óumbeðið skjall á götum úti, augngotur í strætó eða forgangsafgreiðslu í banka út á kvenleikann og Ijósa hárið. Þeim fannst ég bara vera vitlaus að notfæra mér ekki betur yfirburði mína sem fólust í Ijósum lokkum og bláum augum. Það er nefnilega hægt að komast langt á því á Ítalíu. Og þarna erum við kannski komin að kjarna málsins. ítalsk- ar konur hafa lært það frá kynslóð til kynslóðar að sterkasta vopn þeirra í lífinu er hæfileikinn til að draga karlmanninn á tálar. Karlmaðurinn má sín einskis gegn hinum kvenlegu töfrum. Og enn þann dag í dag er það þeirra sterkasta vopn. Fjölskyldan er frumkjarni samfélagsins En auðvitað velti ég því fyrir mér sem gestur með- al ítala, hvort ég væri ekki haldin fordómum og hefði tilhneigingu til að dæma þá á röngum for- sendum. Þeim mun lengur, sem ég dvaldist í þessu umhverfi og því betur sem ég kynntist ítölskum konum rann það upp fyrir mér, að ítalska konan verður aldrei rétt skilin ef hún er skilin við það sérstaka fyrirbæri, sem ítalska fjölskyldan er. Því að fjölskyldan hefur ávallt verið helsta virki konunnar. Til að skilja ítali, hið ítalska „vandamál" og þar með ítalskar konur verður maður að skilja hina ítölsku fjölskyldu sem allar aðrar stofnanir grundvallast á og nota sem fyrirmynd: mafían, stjórnmálaflokkar, stjórnsýsla ættarsamfélagsins og fjölskyldufyrirtækið. ítalska fjölskyldan er mátt- arstoð (capo lavoro) hins ítalska þjóðfélags. Fjöl- skyldan er hin helgu vé, sem bætir upp fyrir alla þá aðstoð og þjónustu sem ríkið neitar ítölum um. í þessu er þversögn hins ítalska þjóðfélags falin. Þótt fjölskyldan sé frumkjarni samfélagsins og heilög vé, sætir furðu hið fullkomna skeytingar- leysi stjórnvalda og stjórnsýslu um málefni fjöl- 27

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.