19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 47

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 47
bjóða þessum konum er möguleikinn á að sameina - oft í einni og sömu mynd - ímyndaðan flótta söguhetju frá þeim sem halda henni niðri og um leið rómantíska og kynæsandi samstöðu með þeim“ segir Rabine. „Það sem gerir Harlequin ásarsög- urnar svo seiðandi og þversagnakenndar er að þær tjá bæði mótmæli og samþykki kvenna við stöðu sinni í senn“ (Rabine: 1985, 174). Unga konan í sögunni er þráð og eftirsótt og viðurkennd af yfir- manninum og hún þarf ekki að óttast að vera rekin þó að hún þenji sig eitthvað ef hún kann leikreglurn- ar og sýnir varnarleysi á réttum stöðum. Djúpt í sálinni Þetta er sama bylgjuhreyfing á milli auðmýkingar og upphafningar sem söguhetjur ástarsagnanna hafa svo lengi staðið frammi fyrir, frá Jane Austin til vorra daga. Bandaríski sálgreinandinn Nancy Chodorow segir að drengir hafi alltaf haft betur skilgreind og fastari mörk á milli sín og umheimsins en stúlkur sem hafi meira flæðandi sjálf. Það þýði að konur skilgreini sig fremur út frá öðru fólki en karlar skoði sig sem einstaka og engum háða. Útfrá því hafa menn ályktað sem svo að sálfræðilega endurspegli þessar bækur það hve háðar konur eru mæðrum sínum og eigi erfitt með að skilja á milli sín og ann- arra kvenna/söguhetja. Tilfinningalega svala bæk- urnar þannig ófullnægðri þörf fyrir ást og blíðu sem skapast af ófullnægjandi félagslegum veruleika. Eitt er víst að sóknin í þessar sögur segir eitthvað um sálarlíf og kynferði kvenna og margar konur tala um að sögurnar séu eins og huggandi móðurfaðm- ur. Þar er söguhetjan elskuð eins og barnið er elsk- að fyrir það eitt að vera til. Konurnar sem lesa þessar sögur vilja láta hugga sig og segja sér að allt verði gott - en þær vilja líka yfirráðin - bæði það sem mamma og pabbi hafa og sögurnar verða þannig líka uppreisn gegn karlveldinu. Radway segir að margar af konunum sem hún talaði við hafi undirstrikað að lesturinn sé uppreisn - þær séu að lesa sínar bækur í sínum tíma og á meðan séu þær ekki að þjóna öðrum heimilismönnum. Meiri hluti lesenda eru konur. Mikið af þeim for- dómum sem menn hafa gagnvart konum yfirfærast á ástarsögurnar. Eins og Beth Rapp bendir á hafa margir það fyrir satt að lesendur ástarsagnanna séu ómenntaðar lágstéttarkonur og/eða ógiftar konur og alla vega konur með lélegan bókmenntasmekk. Gagnrýnandinn C.S. Lewis segir: „Við höfum öll þekkt konur sem muna svo lítið eftir skáldsögum sem þær hafa lesið að þær standa í hálftíma í bóka- safninu flettandi í bókinni áöur en þeim verður það Ijóst að þær eru búnar að lesa hana. Um leið og þær sjá það hafna þær bókinni umsvifalaust. Hún er dauð fyrir þeim eins og útbrunnin eldspýta, gam- all lestarmiði eða blaðið frá í gær. Þær eru þegar búnar að nota hana. Þeir sem lesa miklar bók- menntir hins vegar munu lesa sama verkið tíu, tutt- ugu eða þrjátíu sinnum á æfinni." (Beth Rapp: 2002) Fordómarnir og snobbið eru augljós og má ekki á milli sjá hvort er fyrirlitið innilegar bækurnar eða konurnar. Hins vegar er það líka kjánalegt að ætla sér að verja ástarsögurnar gegn vondri gagnrýni með því að setja þær á stall. Við erum nú búin að reifa minnst þrjár kenning- ar um það hvers vegna konur lesa ástarsögurnar en það er að segja að ástarsögurnar séu flótti frá hörðum veruleika, konur noti ástarsögutextana til að leysa í ímyndun sinni þann vanda sem þær geta ekki eða vilja ekki leysa í lífi sínu - og að lest- ur þeirra sé uppreisn - þær séu að stíga út úr um- hverfinu til að eignast smá tíma fyrir sjálfar sig. Þriðja skýringin er að bókmenntagreinin höfði til djúpsálfræðilegs tvískinnungs hjá konum sem eigi erfitt með að skilja sig frá mæðrunum og draga skarpar línur á milli sín og annarra. Bók- menntagreinin sýni sams konar tvískinnung en varpi á hann Ijósi fjarlægðarinnar, skýri línur og skeri úr ágreiningsefnum þannig að konan standi sigursæl upp frá lestri sínum í öllum skilningi. □ Heimildir: Beth Rapp /http://eku.edu/~inrfox/romarticles.htm George Paizis: Love and the novel: the poetics and politics of romantic fiction, St. Martin's Press, New York, 1998. Janice Radway: Reading the Romance, Women, Patriarchy, and Popular Literature, The University of North Caroiina Press, Chapel Hill and London, 1984 . Kristin Ramsdell: Romance Fiction: a guide to the genre, Eng- lewood, Colorado, 1999. Leslie W. Rabine: Reading the Romantic Heroine, Text, History, Ideology, The University of Michigan Press, 1985. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.