19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 53

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 53
felur í sér. Hún bendir til dæmis á að það er ekki hægt að bera saman fordóma ríkjandi meirihluta gagnvart minnihlutahópum, við þá fordóma sem minnihlutahópar geta mögulega haft gegn ráð- andi gildum í samfélaginu, sem ganga þvert gegn þeirra eigin siðum og venjum. „Fordómar meiri- hlutans eru hættulegri því hann getur beitt alls kyns stjórntækjum, s.s. lagaboðum og reglugerð- um, til að kúga minnihlutahópa". Sem dæmi um þetta nefnir Guðrún að nýlega voru samþykkt lög á Alþingi sem kveða svo um að útlendingar sem vilja öðlast íslenskan ríkis- borgararétt þurfi að sýna fram á lágmarkskunn- áttu í íslensku. Hins vegar gilda þessi lög ekki um alla útlendinga því þeir sem koma frá aðildaríkjum ESB eða frá Skandinavíu þurfa ekki að standast þessar kröfur. í þessari lagasamþykkt kemur því fram mikil mismunun og fordómar. Aðspurður hvort fordómar gegn múslimum ríki á íslandi kveður Salmenn Tamimi frá Félagi músíma svo vera. „Það eru vissulega til for- dómafullir hópar á íslandi sem fara hreinlega ekki leynt með útlendingahatur sitt, hatur á múslimum og trú þeirra. Svo dæmi sé nefnt þá elur sjónvarpsstöðin Omega á ranghugmynd- um og hatri hjá íslenskum almenningi á múslimum, lifnaðarháttum þeirra og trúarvenj- um. Þar kemur m.a. fram að músímar séu bandóðir stríðshundar sem vilji slátra gyðingum og kristnum mönnum upp til hópa. Það veit hins vegar hver heilvita maður að þetta er ein- tóm vitleysa og óhróður, enda stríða hverskyns ofbeldisglæpir gegn trú músíma sem boðar frið.“ Salmann segir fjölmiðla sömuleiðis hafa átt sinn þátt í því að kynda undir ótta hjá íslending- um við músíma og að í þeim sé oft farið með alls kyns staðleysur. Spurning sé hvort ekki eigi að leggja fram kæru í slíkum tilfellum enda varði það við landslög að hafa oþinberlega frammi skoðanir sem gera lítið úr minnihluta- hópum. Hann segir einnig að í kjölfar hryðju- verkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september hafi margir músímar á íslandi mátt þola niðr- andi athugasemdir af hendi íslendinga, s.s að vera kallaðir Bin Laden eftir foringja hernaðar- sveita Talibana sem skipulagði árásina á New York. Við þetta má bæta að hérlendis hafa komið upp atvik í skólum þar sem múslimsk börn, alin upp á íslandi, hafa orðið fyrir aðkasti vegna trúar sinnar. Sophia Hansen tekur í sama streng og segir að tyrkneskir vinir hennar og kunningjar sem eru búsettir hér á landi, hafi orðið fyrir aðkasti vegna þjóðernis og trúarskoðana. Hún segist vita um eitt tilvik þar sem tyrknesk hjón gáfust hreinlega upp á að búa hér á landi vegna for- dóma og fluttust aftur til Tyrklands. Guðrún Pétursdóttir bendir á að það sé eng- an veginn hægt að setja alla músíma undir sama hatt. „Ekki teljum við íslendingar okkur eiga neitt sameiginlegt með til dæmis þeim kristnu Serbum sem frömdu hræðileg þjóðar- morð í Bosníu þrátt fyrir að við séum líka lang- flest kristin. Að sama skapi er fáránlegt að gera alla músíma ábyrga fyrir voðaverkum þeim sem voru framin 11. seþtember." Guðrún segir enn fremur að þegar kemur að aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi megi ekki gleyma að slík aðlögun sé gagnkvæm nauðsyn. Við íslendingar getum ekki einungis ætlast til þess að útlendingar lagi sig að okkar lifnaðarháttum heldur verðum við líka að sætta okkur við að ísland er ekki lengur hið einlita samfélag sem það var, heldur séum við orðin að fjölmenningarsamfélagi. Nú má geta sér til að menningarfordómar séu gagnkvæmir, þeir séu ekki síður hjá múslimum en íslendingum. Sophia Hansen segir hins vegar að samkvæmt sinni reynslu séu Tyrkir al- mennt gestrisnir og velviljaðir í garð útlendinga og vilja hrista af sér ímynd trúarofstækis og úr- eltrta siðavenja. Hún hafi almennt ekki fundið fyrir fordómum frá almenningi þar í landi. Salmann Tamimi segir fordóma auðvitað líka vera til staðar hjá sumum múslimum rétt eins og hjá sumum íslendingum, enda leynist mis- jafn sauður í mörgu fé. „Þetta á einkum við um músíma sem þykjast vita allt betur heldur en aðrir.“ Hann bætir við að því megi heldur ekki gleyma að músímar eru einnig ólíkir innbyrðis og skiptast í hópa sem hafa kannski fordóma gagnvart hver öðrum. Að mati Salmanns eru fordómar sjúkdómur hjá öllum samfélagshópum, jafnt á íslandi sem og annars staðar í heiminum. Þennan sjúkdóm þurfi að uppræta en til að svo megi verða, verði fyrst að koma auga á vandann og viðurkenna hann. Hann vonar að opnun Menningarmið- stöðvar músíma hérlendis verði einn liður í á- taki gegn fordómum á íslandi sem hefur verið rekið af miklum krafti undanfarið. Hér eigi allir að geta búið í sátt og samlyndi, músímar jafnt sem kristnir. □ 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.