19. júní - 19.06.2002, Page 60
enda hafa konur það gjarnan slegið á bænasam-
komum. Til marks um þessa trú klippa konurnar
helst ekki hár sitt af ótta við að þá þverri máttur-
inn sem þær þurfa til bænahalds. Eins og fyrr
sagði er konum það þó í sjálfvald sett hvort þær
skerða hársídd sína eða ekki.
Eins má gera ráð fyrir að áður hafi reglur gilt um
klæðaburð í fleiri söfnuðum en með breyttum
tímum og meira frjálsræði, t.d. í fatavali, er erfið-
ara að ætla að setja fólki fastar skorður í þeim
efnum. Enda er það kannski ekki klæðaburður-
inn sem skiptir meginmáli í trúariðkun heldur trú-
in sjálf.
Kynjajafnrétti og feminismi
Forvitnilegt er að vita hvað svo jafnréttissinnuðum
og nánast frjálslyndum söfnuðum skuli finnast um
kynjajafnrétti almennt og femínisma. Gunnar Þor-
steinsson, forstöðumaður Krossins, segist vera
ósáttur við femínisma samtímans og telur hann
hafa þróast út í baráttu kvenna fyrir forréttindum.
„Menn eru farnir að tala um „jákvæða" mismunun
sem sjálfsagðan hlut, svo er ekki“, segir hann.
Svanberg Jakobsson, kynningarfulltrúi hjá Vott-
um Jehóva, segir að þótt Biblían hafi verið skrifuð
á tímum takmarkaóra kvenréttinda sé hún ekki
smituð af hugsunarhætti þess tíma. „Hún hvetur
til þess að konur séu virtar og að störf þeirra séu
mikils metin. Hún segir frá konum sem sinntu
mikilvægum ábyrgðarstörfum." Svanberg segir
auk þess að samkvæmt Biblíunni séu bæði kynin
jafnrétthá frammi fyrir Guði og eiga líka að vera
það í samfélaginu.
Guðlaug Tómasdóttir er sama sinnis. Að henn-
ar mati eiga sömu reglur að gilda í samfélaginu og
í Veginum þar sem konur og karlar séu jafnrétthá
og konur sitji í ákveðnum störfum og séu yfir á-
kveðnum deildum rétt eins og karlarnir.
Kristnir kvenréttindahópar eru ekki starfsræktir
innan trúarsafnaðanna þriggja. Gunnar Þor-
steinsson kveður slíkt vera algjöran óþarfa, enda
má ekki gleyma því að Krossinn er samkvæmt
60