19. júní


19. júní - 19.06.2002, Side 62

19. júní - 19.06.2002, Side 62
Framlag kvenna gerir gæfumuninn Ávarp á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 2002 Eftir: Þorbjörgu I. Jónsdóttur \ Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars gefur sérstakt tilefni til að leggja áherslu á framlag kvenna á vinnumarkaði til framþróunar og hag- sældar í samfélaginu. Um leið er mikilvægt að benda á kynjamisréttið sem enn viðgengst og á- rétta kröfuna um launajafnrétti á vinnumarkaði og nauðsynlegar úrbætur á starfsskilyrðum kvenna og launafólks almennt. Aukning þjóðartekna og efnahagslegar framfar- ir á íslandi síðustu áratugi verða ekki skýrð nema með útrás kvenna á vinnumarkaðinn síðustu ára- tugi og mikilvægu framlagi þeirra á öllum sviðum atvinnulífsins. Hvergi í Evrópu er jafn hátt hlutfall kvenna á vinnumarkaði og hvergi skiptir framlag kvenna jafn miklu fyrir þjóðarhag. Virk þátttaka ís- lenskra kvenna á vinnumarkaði hefur skipað ís- landi í röð ríkustu þjóða heims. Framlag kvenna á vinnumarkaði er jafnframt forsenda fyrir áfram- haldandi sókn og framtíðarvelferð íslensku þjóð- arinnar. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni á síð- ustu árum og áratugum. Mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið er óumdeilt. Konur hafa sótt fram á stöðugt fleiri sviðum samfélagsins, með aukinni menntun og úti á vinnumarkaðnum. Þrátt fyrir mikilvæga sigra eru mörg mikilvæg verkefni enn óleyst. Kynbundið launamisrétti er einkenni á íslensk- um vinnumarkaði. Konur njóta mun lakari kjara en karlar, þar sem verulegur hluti launamunarins verður eingöngu skýrður með misrétti kynjanna, óháð félagslegum þáttum eins og ólíku vinnu- framlagi, mismunandi verðmæti vinnunnar og öðrum ástæðum. Launamisrétti kynjanna er svartur blettur á ís- lensku samfélagi sem verður að uppræta. Það er krafa um grundvallarmannréttindi. Jafnréttislögin eru mikilvægt verkfæri í þessari baráttu. Þau setja skýr markmið um launajafnrétti. Þar er jafnframt að finna tæki í baráttunni gegn launamisrétti og kynjamisrétti á vinnumarkaði almennt. Fylgja verður fast eftir skyldu fyrirtækja til að gera jafn- réttisáætlanir og síðan að þeim sé hrint í fram- kvæmd. Langur vinnutími og óhóflegt álag er annað ein- kenni á vinnumarkaði og íslensku samfélagi. Tvö- falt hlutverk og skyldur, á vinnumarkaði og heim- ili, skapa oft andlegt og líkamlegt álag sem ekki er 62

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.