19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 70

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 70
ekki er unnt að taka fé af almennum rekstri til að kosta þau. Þessi viðleitni hefur nú þegar skilað nokkrum árangri, en betur má ef duga skal. Með áframhaldandi vinnu og aðhaldsaðgerðum á þessu sviði er það von undirritaðrar að félagið verði orðiö sjálfbært í rekstri í lok næsta árs, þannig að meira svigrúm skapist fyrir verkefni í þágu þess málstaðar sem félagið vinnur að. Gífurleg vinna hefur verið sett í breytingu á útleigu Hallveigarstaða þannig að þessi sameign félag- anna þriggja geti aflaó eigendum sínum frekari tekna. Þá hefur töluverðum fjármunum verið var- ið í tímabært viðhald undir stjórn húsnefndar, og húsið þannig gert vænlegra til útleigu. Nú eru stærstu leigutakar á Hallveigarstöðum, Kvik- myndasjóður og Sendiráð Kanada og hefur nán- ast hver fermeter af húsinu verið leigður út, utan hluta af kjallara. Það eru því allar líkur til að Hall- veigarstaðir geti farið að skila eigendum sínum tekjum á næsta ári, eins og vera ber, án þess að gengið verið á fjármuni sem verja þarf til viðhalds hússins. Þessi jákvæða niðurstaða er fyrst og fremst að þakka miklu og óeigingjörnu starfi stall- systra minna í húsnefnd Hallveigarstaða, þeirra Helgu Guðmundsdóttur, forseta Kvenfélagasam- bands íslands og Hildar G. Eyþórsdóttur, for- manns Bandalags kvenna í Reykjavík, sem nú fer með framkvæmdastjórn hússins og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim fyrir. Það er bæði fyrir mig persónulega vegna sérstaklega góðs og ánægjuríks samstarfs og fyrir Kvenrétt- indafélagið sem mun njóta góðs af. 95 ára afmæli Kvenréttindafélags íslands. Eins og félagsmönnum er kunnugt þá varð KRFÍ 95 ára þann 27. janúar sl. og hefur stjórn félags- ins ákveðið að halda upp á þau tímamót með margvíslegum hætti á þessu ári. Fyrst má þar nefna janúarráðstefnu félagsins sem helguð var afmælinu að hluta, þá verður boðið í afmæliskaffi þann 19. júní og svo stendur til að minnast af- mælisins einnig þann 24. október, en það er enn á undirbúningsstigi. Einnig verður lögð áhersla á ráðstefnuhald, málþing og fundi á afmælisárinu og er félagsmönnum bent á að fylgjast vel með auglýsingum um það. Hér að framan hef ég leitast við að telja það helsta úr starfi Kvenréttindafélagsins 2001-2002, en þó er margt enn ótalið. Félagió fékk á þessu ári marga góða gesti sem vildu kynna sér starf- semi félagsins, bæði erlenda og íslenska, og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þeim fyrir komuna. Þá er það sífellt að aukast að haft sé samband á skrifstofuna með tölvupóstsending- um og er það mikill kostur, hjá félagi sem getur ekki haft starfsmann allan daginn til að svara fyr- irspurnum í síma. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem lagt hafa félaginu lið á undanförnu ári og sýnt áhuga á starfsemi þess. Það er mat okkar sem sitjum í stjórn félagsins að enn séu ærin verk fyrir hönd- um til að ná jafnrétti kvenna og karla því rík þörf fyrir áframhaldandi gott starf Kvenréttindafélags íslands. □ Þann 6. maí 2002 Þorbjörg Inga Jónsdóttir 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.