19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 71

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 71
LEIÐRÉTTING I síöasta 19. júní blaði, sem kom út fyrir ári, birtist röng mynd með grein eftir Gunnar Hersvein sem fjallaði um hlutverk kynjanna í íslenskum auglýsingum. í greininni var m.a. fjallað um auglýsingaherferð Visa, sem ber yfirskriftina: á morgun er nýr dagur. Var þar m.a. gert að umtalsefni að í auglýsingunum var stúlkan hálfklædd; í nærbuxum og í ermalausum bol sem náði rétt yfir nafla en strákurinn var fullklæddur. Til að mynd- skreyta grein Gunnars Hersveins og sýna um leið hvernig auglýsingarnar birtust á síð- um tímarita, dagblaða og á strætóskýlum, hafði ritstjóri samband við forsvarsmenn auglýsingastofunnar Kollgras sem sá um umrædda auglýsingaherferð. Óskaði ritstjóri eftir því að fá nokkrar myndir hjá auglýs- ingastofunni til birtingar í 19. júní og gerði forsvarsmönnum Kollgrass um leið grein fyrir því í hvaða tilgangi þær ætti að nota, þ.e. verið væri að fjalla um þau skilaboð sem fælust í hálfklæddri stúlku og full- klæddum karlmönnum í umræddum auglýs- ingum. Ekki stóð á fyrrgreindri auglýsinga- stofu og hún sendi umbeðnar myndir til hönnuða 19. júní. Ritstjóra láðist hins vegar að fara rækilega yfir myndirnar áður en blaðið fór í prentun og sá því ekki fyrr en um seinan að forsvarsmenn Kollgras höfðu af einhverjum ástæðum ekki sent umbeðna mynd, sem notuð var á strætóskýlum og í fjölmiðlum, heldur aðra mynd, mjög svip- aða, sem ritstjóra er þó ekki kunnugt um að hafi verið notuð í títtnefndri auglýsingaher- ferð, a.m.k. ekki fyrir útgáfu 19. júní. Á myn- dinni sem Kollgras sendi sást nefnilega hvorki í nafla kvenfyrirsætunnar né í það að hún væri í nærbuxum. Hvort Kollgras hafi fyrir mistök sent mynd sem var skorin of þröngt eða hvort Kollgras hafi ritskoðað myndina á síðustu stundu, skal ósagt látið, enda hefur ritstjóri ekki fengið skýringar á því. Hins vegar þótti rétt að birta í þessari útgáfu 19. júní, þá mynd sem átti að fylgja grein Gunnars Hersveins. Til fróðleiks er hin myndin, sem Kollgras sendi 19. júní, einnig látin fylgja með. Arna Schram ritstjóri 19. júní. 2001 og 2002 Eins og talað var um 2001 Birtist 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.