Sólskin - 01.07.1935, Side 9
Misjöfn Ijós.
Lítið barn lærir fyrst að ,elska pabba og mömmu
og aðra, sem góðir eru við það. Ást þess er eins og
lítið kertaljós. Það er bjart og heitt, en nser skammt.
Barnið vex og lærir að þekkja og elska fjölda marga,
jafnvel í öllu umhverfi sínu. Ást þess er eins og
olíulampi, sem lýsir upp heila baðstofu.
Barnið fer í skóla og lærir um land sitt og þjóð
og elskar allt, sem eflir frelsi hennar og frama. Ást
þess er eins og gasljós, sem lýsir heilu þorpi.
Barnið er orðið að stórum manni. Hann kann
veraldarsöguna, skilur tungumál annara þjóða. —
Hann elskar að sönnu móður sína mest allra kvenna,
en hann hefir innilega samúð með öllum konum og
körlum. ísland elskar hann mest, en hann ann og
hinum löndunum. Hann segjr með Stefáni G. Stef-
ánssyni:
Til framandi landa eg bróðurhug ber,
þar brestur á viðkvæmnin ein.
En ættjarðarböndum mig grípur hver grund,
sem grær kringum Islendings bein.
Ást hans er eins og rafljós, sem lýsir upp heila
borg. Og hann keppir að því, að líkjast honum, sem
kenndi okkur að elska óvini okkar. Friðarhöfðingjan-
um mikla, sem líkja mætti við sjálfa sólina, sem vef-
ur svo allt í geislum sínum, að jafnvel helfreðinn jök-
ullinn viknar við.
Nú er talað og ritað meira en nokkru sinni áður
um alheims frið. Þjóðirnar sjá, að rétt væri að hlýða
7