Sólskin - 01.07.1935, Page 12

Sólskin - 01.07.1935, Page 12
Að œfa skynjunina. Áður en skáti getur orðið snjall við að rekja spor, verður hann að læra að taka eftir hverju ein- asta smávægi, sem getur orðið honum að liði. Það er ekki nóg, að hann sjái allt. Hann verður einnig að nota eyru, nasir og hendur. En umfram allt verð- ur hann að læra að nota hugann, svo að hann geti skilið þýðingu allra hluta, sem hann sér og tekur eftir, og séð sambandið á milli þeirra. Meðan þú ert ylfingur, verður þú að læra að nota augu, eyru, nasir, hendur og huga. Þetta er mikið verk. Og nú ætla eg að kenna þér, hvernig þú átt að fara að því. Þetta getur þú lært bæði með öðr- um, og eins þó að þú sért aleinn, þangað til það verður að vana að taka eftir öllu, sem fram fer í kringum þig. Notaðu augun. Þegar ég (Baden Powell) var á ylfingaaldri, setti eg á mig númerið á kraga hvers lögregluþjóns, sem eg mætti. Þegar eg var á gangi með félögum mín- um og sá lögregluþjóna í fjarlægð, skyggndi eg fyr- ir augun og lést reyna að greina stafina bæði í núm- erinu og nafninu á staðnum þar sem hann átti að halda vörð. Þegar við komum nær honum, sáu fé- lagar mínir, að eg hafði séð rétt, og undruðust glöggskyggni mína. Vindhanar og líkneskjur. Það er gaman að l^era að þekkja alla vindhana í þorpinu. Eg hafð.i með mér vasabók og teiknaði þar 10

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.