Sólskin - 01.07.1935, Side 13

Sólskin - 01.07.1935, Side 13
alla vindhana, sem ég sá. Fáir menn líta svo hátt, að þeir taki eftir slíku. Efst á konunglegu kauphöllinni í London er mynd af stórri gylltri engisprettu, sem notuð er fyrir veð- urvita. Eg býst við, að þúsundir manna fari þar um daglega, án þess að taka eftir henni. Þeir hafa ekki augun opin fyrir umhverfi sínu, eins og góður skáti eða ylfingur mundi gera. Ef skátadrengur í Manchester væri spurður, hvar væri líkneskjan af Sankti Georg og drekanum, þá er líklegt að hann segði óðara, að efst á Victoríu líkn- eskinu í Piccadilly væri lítil mynd af þeim. Houdin, hinn mikli sjónhverfingamaður, gerði margar af listum sínum þannig, að sjá á einu augna- bliki ótal smávægi og setja þau á sig. Hann lærði þetta, fyrst þegar hann var lítill, á því, að líta inn um búðarglugga fáar sekúndur og snúa sér svo við og lýsa fyrir félögum sínum ýmsu því, sem var inni í búðinni. Þetta er afbragðs æfing fyrir ylfinga. Reyndu hana. Þú getur ,líka lesið númerin á hverjum bíl, sem þú mætir og gætt svo að, hvað klukkan var, þegar hann fór fram hjá þér, sett þetta á þig og skrifað það síðar. Þetta hefir stundum komið í góðar þarfir, því að stundum vantar lögregluna upplýsingar um bíla, sem fara yfir menn, og eru svo horfnir. Þá g.etur það verið mjög dýrmætt, ef auglýst er eftir vissri bifreið, að geta vottað, að hún hafi verið á þessum ákveðna stað á þessum tíma. Viljir þú kynnast lífi fuglanna, hreiðurgerð þeirra 11

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.