Sólskin - 01.07.1935, Síða 18

Sólskin - 01.07.1935, Síða 18
hríð brestur á þá á heiðum uppi, að nema þegar staðar. Standa þeir svo grafkyrrir, meðan kófinu svifar að úr öllum áttum, og setja vel á sig veginn og réttu stefnuna. Þegar bylurinn er orðinn jafn- vinda, setja þeir vel á sig, hvar vindurinn blæs á þá. Þá fyrst leggja þeir öruggir af stað. Meðan vegurinn er beinn, láta þeir vindinn jafnan blása á sama staðinn á líkama sínum. Þannig geta þeir komið í veg fyrir, að þeir sveigi af leið eða gangi í hring, eins og mönnum hættir við, þegar þeir villast. Ulfar eru þefvísir. Einu sinni var gamall arabiskur leiðsögumaður í Egyptalandi, sem var steinblindur. Þó gat hann ratað, og það jafnvel um eyðimörkina. Þetta gat hann gert þannig, að þefa af sandinum. Hann tók upp handfylli sína af sandi við og við og þefaði af, til þess að vera viss um, að hann væri á réttri leið. Hann þekkti lyktina af hverjum áfangastað, áður en hann kom að honum. Einu sinni kom félögum hans saman um að leika á hann. Þeir fluttu með sér sand í poka frá nátt- stað sínum. Þegar þeir komu að næsta áfangastað, réttu þeir honum handfylli af sandi og sögðu, að þeir hefðu tekið hana þar upp. Gamli maðurinn þefaði af sandinum og varð allur að undrun. Hann þefaði aftur og sagði loks mjög sorgbitinn, að sér hefði viljað til voðaleg slysni, — hann væri kominn með þá aftur á staðinn, þar sem þeir höfðu gist nóttina áður. — Hann var mjög aumur yfir þessu, 16

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.