Sólskin - 01.07.1935, Síða 19

Sólskin - 01.07.1935, Síða 19
þangað til þeir sögðu honum upp alla söguna, hvern- ig þeir höfðu leikið á hann. Þegar vlð áttum í stríði við Zúlúkaffana fyrir löngu síðan, þá vaknaði eg eina nótt í herbúðunum við einkennilega lykt í næturloftinu. Það var lykt- in af einum hinna innfæddu. Eg vakti félaga mína, en þeir gátu ekki fundið lyktina. Flestir þeirra reyktu, en tóbaksmaður er sjaldan eins lyktnæmur og þeir, sem Jausir eru við tóbakseitrun. Auk þess að eyðileggja lyktarskynj- unina, gerir tóbakið mann mæðinn og veldur hjart- slætti, taugaveiklun og sjóndepru og gerir mann lélegri til allra góðra verka en orðið hefði, ef lík- aminn hefði verið laus við eitrið. Að þessu athug- uðu, mun enginn undrast það, að góðir skátar eru oftast lausir við tóbaksnotkun. Svo haldið sé áfram sögunni, þá fann eg stöðugt, að óvinirnir voru nálægt okkur, þess vegna vöktum við allir. Bráðlega fórum við að heyra þá skríða um í gras- inu, í von um að geta komið að okkur óvörum og ráðist á okkur sofandi. 1 stað þess fengu þeir að óvörum skothríð frá okkur, svo að þeir flýðu allir eins og fætur toguðu. Af þessu sést það, hve dýrmætt það getur verið, að vera lyktnæmur.

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.