Sólskin - 01.07.1935, Page 20
Úlfur er heymargóður.
1 Búastríðinu var ,eg í herbúðum undir háu fjallL
Þá heyrði eg langar leiðir uppi í klungrinu, að api
gaf frá sér viðvörunai’óp.
I herbúðunum voru mörg hundruð menn, en eg-
býst ekki við, að margir þeirra hafi heyrt til apans.
Og hafi einhverjir þeirra heyrt það, þá skeyttu þeir
því að minnsta kosti engu.
En fyrir skáta hafði þetta mikla þýð.ingu.
Hvernig stóð á því, að api hátt uppi í fjalli varð
hræddur og aðvaraði félaga sína með ópum og köll-
um? Eg tók upp sjónaukann og rannsakaði alla
fjallshlíðina. Loks sá eg tvö eða þrjú mannshöfuð
á milli klettanna. Og þar sem þeir földu sig svo
rækilega, að aldrei sá nema á höfuðin, þá bjóst eg
við, að þarna væru njósnarmenn úr óvinaliðinu, sem
væru að fræðast um athafnir okkar. Eg sendi nú í
kyrrþey tvo hópa af mönnum, til þess að klifra upp
fjallið hinum megin, koma þeim í opna skjöldu og
handtaka þá.
Þetta gerðu þeir, og þá kom í ljós, að allt var
eins og eg hafði búist við. Þeir voru njósnarar frá
óvinunum, og höfðu styggt apana.
Fréttablað úr snjó.
Hvernig er hægt að búa til fréttablað úr snjó?
Þegar veturinn kemur, sendir hann herskara af ,
hvítum, litlum ljósálfum, til þess að búa til blöð,
sem eiga að segja okkur ýmsar fréttir.
18