Sólskin - 01.07.1935, Side 26

Sólskin - 01.07.1935, Side 26
En andi þeirra leitar til hæða aftur. Þar þyrpast þeir saman í stór hvít ský, sem líða hátt í loftinu bláa. Þegar ykkur, sem á jörðinni búið, langar til þess að fá fréttir aftur, þá koma þeir fljúgandi í skæða- drífu og breiða hvítt og stórt dagblað fyrir fram- an ykkur, til þess að lesa, ef þið annars kunnið það. Spora lestur. Zadig hét hin mikli skáti Persa. Eitt sinn tapað- ist einn af bestu gæðingum konungsins. Fannst hann ekki, hvernig sem leitað var. Zadig var á gangi í skóginum. Þá komu konungsmenn til hans, og spurðu, hvort hann hefði séð strokuhestinn. Þá svaraði hann: „Átti hann að vera grár eldishestur, haltur á hægra fæti, nálægt fimmtán þverhöndum á hæð, taglið þrjú og hálftfet, beislið með gullstöngum, skeifurn- ar úr silfri?“ „Já, hvar er hann?“ „Það veit eg ekki. Eg hefi ekki séð hann“. Zadig var nú tekinn fastur og kærður fyrir að hafa stolið hestinum. En stuttu síðar fannst hestur- inn. Þá var Zadig spurður, hvernig hann hefði far- ið að vita svona mikið um hestinn án þess að hafa séð hann. „Eg sá hófaför í skógargötunni. Eg sá á þeim, að hesturinn hafði brokkað, en hægri framfótarförin voru grynnri en þau vinstri. Förin voru falleg og smá og auðsjáanlega eftir vel alinn reiðhest. Ryk var á trjánum báðum megin við veginn. Sumsstað- ar var það sópað af til beggjá hliða. Vegurinn var 24

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.