Sólskin - 01.07.1935, Síða 28
Lejkir og æfingar.
Hér eru nokkrir leik.ir og æfingar, til þess að æfa
og skerpa skynjun.
Vatn og land. Ylfingar mynda hring um gamla úlf-
inn utan við krítarstrik. Þegar gamli úlfurinn skipar:
V a t n, stökkva allir inn fyrir strikið. Segi hann:
L a n d, stökkva allir út. Sá er úr leik, sem skeikar.
Sé skipað: V a t n, þegar allir eru inni, má enginn
róta sér. Ekki heldur, ef allir eru úti og skipað er:
L a n d. Slíkar skipanir eru aðeins til þess ætlaðar,
að reyna á glögga og fljóta athygli. Sá ylfingur vinn-
ur, sem eftir verður síðast.
Snertileikur. 1 hvaða leik sem er má skjóta þess-
um æfingum inn á milli:
Gamli úlfurinn segir: „Snertu járn, snertu við,
snertu eitthvað gult“, o. s. frv. Um leið og skipað er,
reynir hver ylfingur í kapp við annan að hlýða skip-
uninni. Sá, sem verður síðastur, tapar einum vinning.
Hvað er þetta? (lykt). Mörgum bréfpokum er rað-
að með 50 sm. millibili. 1 hverjum poka er eitthvert
lyktandi efni: kaffi, tóbak, laukur, leður, rósarblað
o. s. frv. Ylfingurinn fær fimm sekúndur til þess að
þefa af hverju fyrir sig. Síðan skrifar hann, eða
segir gamla úlfinum í réttri röð, hvað hann heldur
að sé í pokunum.
Hvað er þetta? (snerting). Allir í leiknum binda
fyrir augun. Pokar með ýmsu í ganga frá einum til
annars í öllum hringnum. í pokunum eru t. d. hrís,
sykurmolar, te, baunir o. s. frv. Sá, sem flest getur
nefnt rétt, vinnur.
Hvað er þetta? (heyrn). Allir í leiknum binda fyrir
26