Sólskin - 01.07.1935, Síða 43

Sólskin - 01.07.1935, Síða 43
skátar, svo að þér gæti dottið í hug, að þeir væru mjög útiteknir skátar, ef þú sæir þá. Þá má minnast á Japana, vini vora. Þeir eru smávaxnir, en hraustir og hugrakkir og ágætir her- menn eins og Indverjarnir. Ylfingur getur verið hraustur og hugrakkur, þótt lítill sé, ef hann aðeins vill. Japanar efla hreysti sína með því að borða heilnæman mat, þeir halda líkamanum hreinum með iðulegum böðum, og iðka líkamsæfingar og íþróttir á hverjum degi, til að gera sig sterka og liðuga. Þeir venja sig á að vera brosandi og í góðu skapi; það eykur einnig á heil- brigði þeirra. Hvernig hægt er að verða stór. Ylfingur getur farið eins að, ef hann vill. Og eg er viss um, að sérhver ylfingur vill verða sterkur og hraustur. Hann getur gert meira en Indverjar og Japanar; hann getur ekki aðeins gert sjálfan sig sterkan, heldur líka stóran, ef hann aðeins reynir. Nú ætla eg að segja þér frá ýmsu, sem þú getur gert til þess að verða stór, sterkur og hraustur. Gnægð af góðu blóði. Það er mikilsverðast, að þú haldir blóðinu heil- brigðu. Blóðið er líkamanum jafn nauðsynlegt og gufan eimvélinni. Vélin gengur vel eða illa eftjr því hve gufan er kraftmikil. Blóðið nærir líkam- ann eins og vatnið jurtina. Vöxturinn fer að mestu leyti eftir næringunni. Fái jurtin of lítið vatn, þá 41

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.