Sólskin - 01.07.1935, Síða 46

Sólskin - 01.07.1935, Síða 46
 þær syndir, sem hann hefir drýgt gegn guði. Hann hefir heitstrengt að halda handleggnum þannig hreyfingarlausum til æfiloka. Blóðrásin smá-minnk- ar vegna áreynsluleysisins, handleggurinn visnar eins og jurt, sem vantar vökvun, og verður að síð- ustu ekkert annað en skinin beinin og bjórinn, og til einskis nýtur. Þess vegna skaltu reyna hæfilega á hvern líkams- hluta. Það geturðu meðal annars með því að sippa. En bandið á að sveiflast aftur fyrir höfuð. Dreng- ur, sem sveifjar bandinu fram yfir höfuð, með upp- kýttar axlir og innskeifur, getur gert meiri skaða en gagn með æfingunni. Fáðu þér band og reyndu. Bandið þarf ekki að vera dýrt og fallegt, með handföngum úr tré. Hafir þú aldrei reynt að sippa, er gott fyrir þig að fá tvo kunningja þína til að sveifla bandinu, svo að þú þurfir ekki að hugsa um annað en hoppa á réttu augnabliki. Þú stendur teinréttur, axlir niður, brjóstið út, og lætur tærnar snerta bandið. Viðbú- inn! Bandið sveiflast upp fyrir höfuð, og þú hopp- ar upp, svo að það sláist ekki á hæla þér. Þegar þú hoppar, eiga hælar að vera saman, en tærnar að snúa út. Beygðu hnén svolítið út, þegar þú kemur niður. Hoppaðu alltaf hátt, þegar bandið er yfir höfðinu á þér, og taktu eitt smáhopp á milli. Þá er hægara að halda jafnvægi og takti. Reyndu svo að sveifla bandinu sjálfur. Vertu vel beinn, komdu léttilega niður á tærnar, svo að eng- 44

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.