Sólskin - 01.07.1935, Side 49

Sólskin - 01.07.1935, Side 49
ið, en sértu beinn og fremur hnarreistur, er ekki hægt. að segja hve langt þú kemst. Þú getur haft húfu á höfðinu, ef það er svo einkennilega lagað, að bæk- urnar tolla ekki á því að öðrum kosti. Þú hefir líklega séð mynd af vatnsbera í Austur- löndum. Leiktu hann; en taktu samt ekki könnu frá henni mömmu þinni, því að það gæti orðið grátt gaman. Þú getur notað einhverja hluti, sem ekki skemmast, þó að þeir detti á gólfið. Gjörð, hopp og knöttur. Flestum drengjum þykir gaman að skoppa gjörð. Það er líka ágætur leikur. Það er góð æfing í hlaupi, ef hlaupið er á tánum. Það útheimtir skjóta hugsun og snarræði að stýra gjörðinni, en nauð- synlegt er að slá ekki alltaf með sömu hendi. Mest gaman er að setja marga kassa, steina eða aðrar torfærur á leiðina, og þegar þú getur stýrt klak- laust fram hjá þeim öllum, þá eru hendurnar farn- ar að hlýða skipunum heilans fljótt og öruggt. Hopp og stökk er líka góð íþrótt. Reyndu að hoppa létt, líkt og fugl, en ekki þunglamalega eins og boli. Hoppaðu á tánum, ekki á allri ilinni. Það er gaman að hoppa í boga á öðrum fæti kringum tvo hluti, svo að leiðin myndi 8 í tölu; hoppa á vinstra fæti, þegar beygt er til vinstri, og skipta um fót, þegar beygt er til hægri. Það útheimtir mikla æfingu fyrir augu og hend- ur að verða leikinn í því að kasta og grípa knött. Æfðu þig vel með vinstri hendi. Þá finnst þér auð- veldara að vinna með hinni hægri á eftir. Það er 47

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.