Sólskin - 01.07.1935, Side 50
heldur ekki nóg, að önnur höndin æfist og þroskist,
ef hin er höfð útundan. Þegar þú ætlar að grípa
knetti, býrðu til holu með báðum lófum. Þegar knött-
urinn snertir hendurnar, lætur þú þær ögn síga og
þrýstir að honum samstundis. Ef þú hefir lófana
flata, skoppar boltinn burt jafnskjótt og hann snert-
ir þá, og sé langt á milli handanna, nærðu engu
taki á boltanum. Fylgdu boltanum með augunum
frá því hann fer af stað, og hreyfðu þig eftir stefnu
hans. Það er fremur ólíklegt, að þú getir gripið, ef
þú stendur alltaf kyrr í sömu sporum. Til þess að
fá „fyrstu stjörnu", þarftu að geta kastað knetti svo
vel, fyrst með vinstri og svo með hægri hendi, að
drengur í 10 metra fjarlægð geti gripið hann í f jög-
ur skipti af sex. Og síðan verðurðu að grípa bolt-
ann jafnoft úr sömu fjarlægð.
Þetta allt hjálpar til að gera þig fagran og
hraustan. En þú mátt ekki gleyma hinu þrennu, sem
iíka er nauðsynlegt: Að borða nóg af hollum mat,
en ekki of mikið. 1 öðru lagi að hafa daglega hægð-
ir, svo að líkaminn losni við úrgang og eiturefni.
Og í þriðja lagi að anda að þér hreinu lofti og anda
djúpt, og hafa opinn glugga, þar sem þú vinnur og
sefur.
Þú verður sjálfur að gera þetta; ,enginn getur
gert það fyrir þig. Það er að mestu leyti undir sjálf-
um þér komið, hvort þú verður stór og hraustur eða
heilsulaus væskill, því að hver er sinnar gæfu
.smiður.
Hvað eflir þroska og hreysti?
Holl fæða.
•48