Sólskin - 01.07.1935, Page 59

Sólskin - 01.07.1935, Page 59
Ef veiðiþjófurinn kemst undan, má hann vera veiðiþjófur aftur í næsta leik og áfram, þangað til hann næst. Þegar hann næst, á hann að fara aftur í hringinn, og þá verður skógarvörðurinn (sem náði honum) veiðiþjófur. Velur þá ylfingaforing- inn nýjan skógarvörð. 1 hvert skipti, sem veiðiþjófurinn er farinn út, ætti hringurinn að snúa sér dálítið, til þess að breyta afstöðu trjánna. — Nýr skógarvörður er kosinn í hverjum ieik, hvort sem veiðiþjófurinn næst eða ekki. Jarðgöngin. Ylfingarnir raða sér niður eftir hópum (hver hópur í eina röð), og standa eins gleiðir og þeir geta. Þegar merki er gefið, verður aftasti ylfingurinn í hverri röð að „járnbrautarlest“, það er að segja, hann kastar sér á fjóra fætur og skríður eins hratt og hann getur í gegnum jarðgöngin. Þegar hann kemst jarðgöngin á enda, stendur hann upp, og verður þannig fremstur í röðinni. Undir eins og hann er staðinn upp, leggur aftasti ylfingurinn af stað á sömu leið. Þannig er haldið áfram, þangað til allir ylfingarnir hafa farið í gegnum jarðgöngin. Sá hópur, sem er fljótastur að komast í sömu röð og upphaflega, vinnur. Athugið. Aftasti ylfingurinn má aldrei leggja af stað fyrr en sá, sem ,er í jarðgöngunum, er staðinn upp. Ef hann gerir það, er hans hópur úr leik. 57

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.