Sólskin - 01.07.1935, Page 61

Sólskin - 01.07.1935, Page 61
Jósafat. Myndið hring og haldist í hendur. Látið tvo ylf- inga vera innan í hringnum, og bindið fyrir augun á öðrum þeirra. Sá „blindi“ kallar „Jósafat", og hinn verður að svara undireins: „Eg er hér“. Sá „blindi“ rennur þá á hljóðið og reynir að ná í „Jósafat“. Þegar hann hefir náðst, eru aðrir tveir ylfingar settir inn í hringinn, og svo koll af kolli. Að grípa prikið. Myndið hring. Inni í hringnum standi ylfingur, sem styður aópskaft (stutt), með því að hvíla hend- ina á efri enda þess. Því næst tekur hann allt í einu hendina af prikinu og kallar um leið á einhvern í hringnum með nafni. Sá á að reyna að grípa prik- ið, áður en það dettur á gólfið. Ef honum heppnast það, fer hann í miðju hringsins og styður prikið, og Leikurinn heldur áfram eins og áður. Mistakist honum, verður sá, sem styður prikið, kyrr, en kall- ar á annan ylfing. (Ekki má halda prikinu, heldur aðeins styðja það, með því að ýta lófanum á enda þess.) 59

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.