Sólskin - 01.07.1935, Page 63

Sólskin - 01.07.1935, Page 63
foringinn kallar upp tölu. Þeir 2 ylfingar, aem hafa þá tölu, hlaupa af stað meS það fyrir augum, að ná í hattinn og komast með hann aftur á sinn stað í röðina. En þegar hann er búinn að grípa hattinn, þá má mótstöðumaður hans „klukka“ hann, ef hann getur, og þá er hatturinn aftur lagður mitt á milli raðanna, og drengimir fara hvor á sinn stað. En ef annar þeirra nær honum og kemst með hann á sinn stað í röðinni, þá hefir hann unnið 1 stig fyrir sitt lið. Athugið að þjóta ekki út og „hrammsa" hattinn í blindni, heldur hafa auga hvor á öðrum og reyna að ná hattinum með brögðum og lauma honum burt fyrir nefinu á mótstöðumönnunum og hlaupa með hann á sinn stað. Ylfingaforinginn á að hafa tölu á stigafjöldanum. ÓSinn segir. Ylfingar raða sér upp, eins og þeir ætli að fara að æfa sig í göngu. Ylfingaforinginn skipar fyrir, en ylfingarnir mega ekki hlýða skipuninni, nema ylfingaforinginn hafi fyrst sagt: „Óðinn segir ...“. Allir ylfingar, sem hreyfa sig við skipun, sem þess- um orðum er ekki skeytt framan við, eru úr leik, og þannig skal leiknum haldið áfram, þangað til allir eru fallnir úr, eða tíminn er búinn. Vel mætti líka láta hópforingjana skiptast á um að skipa fyrir. Til tilbreytingar er gaman að láta tvo skipa fyrir, og skulu þeir þá standa fyrir aftan raðirnar. En aðeins öðrum þeirra má hlýða, og verða ylfingamir að greina á milli raddanna. Auðvitað má nota ein- hver önnur orð en þau, sem hér eru höfð. 61

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.