Sólskin - 01.07.1936, Side 7

Sólskin - 01.07.1936, Side 7
eftir sumum stórfljótum erlendis, til dæmis Amason-f ljótinu ? Ingveldur: Já, það er satt. Og það er gott dæmi upp á það, sem eg var að segja, að flóð- bylgjan er eitthvað viku að fara frá mynni Amason-fljótsins, þangað sem efst gætir mun- ar flóðs og fjöru við fljótið. Það er því stór- streymi viku seinna þar upp frá, en við mynn- ið. Sigga litla: En hvað hann er fallegur, þessi hólmi. Er satt að hann hafi verið búinn til ? Ingveldur: Nei, það held eg ekki. Mér hefir verið sagt, að Sverrir steinhöggvari, sem var vel kunnur Reykvíkingur fyrir tveimur mannsöldrum, hefði búið hann til, en það er misskilningur, því að hólminn sést á upp- drætti af Reykjavík, sem dreginn var árið 1801. En það er búið að stækka hólmann svo oft, að mestur hluti hans er tilbúinn. Mjói: Til hvers hefir hann verið stækkað- ur? Ingveldur: Til þess að betur færi um krí- urnar. Svo var víst einu sinni vonast til þess, að álftirnar verptu þar. Þormóður: Hafa þær verpt þar? Ingveldur: Nei, en þær hafa verpt í smá- hólma, sem er í suðurenda Tjamarinnar. 5

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.