Sólskin - 01.07.1936, Síða 10
á við í vor, hvað heldur þú að þær hafi þá
verið að hugsa? Þær voru að hugsa um Tjöin-
ina og hólmann sinn. Við vitum ekki nema
lítið um, hvernig kríurnar hugsa, en áreiðan-
legt er, að í huga þeirra var litli hólminn. Þær
hafa flogið yfir hundrað, og sumar yfir þús-
und hólma og sker, en ekkert þeirra var
þeirra ættland. Var það furða, að þær væru
æstar af gleðinni yfir að vera nú komnar
heim.
Þormóður: En hvaðan ætli að kríurnar hafi
komið, sem byrjuðu að verpa í hólmanum,
þegar hann var friðaður?
Ingveldur: Það verpti einstaka kría hér við
tjarnarendann þá; þar voru þá flóar, svo að
þær voru nokkuð í friði þar. Eg býst við, að
þessi kríustofn, sem nú verpir í hólmanum,
hafi átt heima hér við Tjörnina frá því fyrir
landnámstíð. Þessar fáu kríur, sem verptu
hér, áður en þeim fór aftur að fjölga, eftir
að Tjörnin var friðuð og hólminn stækkaður,
hafa sennilega verið leifar af stórri kríuþjóð,
sem átti heima hér við Tjörnina, þegar for-
feður okkar komu hingað.
Þormóður: Er það satt, að það séu til svart-
ar kríur og hvítir hrafnar?
Ingveldur: Hrafnana veit eg ekki um, en
'8