Sólskin - 01.07.1936, Side 11
dökkar kríur eru til, en þær eru ekki hér á
landi. Hér er ekki nema ein kríu-tegund, en
í nágrannalöndunum eru til fleiri tegundir.
Þormóður: Hvernig eru þær þá?
Ingveldur: Þær eru sumar líkar okkar teg-
und. Nýlega heyrði eg mann segja, að hann
hefði séð svo skrítilega kríu, en hann gat ekki
almennilega lýst henni. En það væri ekkert
undarlegt, þó að hingað slæddist eitthvað af
þeim kríum, sem eru í nágrannalöndunum.
Mjói: Hvernig eru þær þá?
Ingveldur: Ja, það eru nú ekki færri en
fjórar tegundir, sem eru líkar okkar tegund
að stærð og lit. Það er nú enska krían og Kent
krían. Þær eru, þegar vel er athugað, heldur
stærri, og það má þekkja þær á því, að þær
eru báðar með dökka fætur og dökkt nef,
nema hvað broddurinn á nefinu á Kent krí-
unni er gulur. Kent krían er víst sú af þess-
um útlendu kríutegundum, sem á heima næst
okkur, því að hún verpir í Orkneyjum. En
vitið þið, hvernig fæturnir og nefið á kríunni
okkar eru á litinn?
Mjói: Já, hvort tveggja er fagurrautt.
Ingveldur: Já, það er rétt. Svo er nú dou-
gall-þernan, sem er stærst af þessum tegund-
9