Sólskin - 01.07.1936, Side 12

Sólskin - 01.07.1936, Side 12
um. Hana má þekkja á því, að hún er með fagurgula fætur og gult og svart nef, en þó fyrst og fremst á því, að það slær rauðleitum blæ á brjóst hennar. Og svo er fisk-þernan svonefnda, sem er líkust okkar kríu bæði að stærð og að öðru leyti, því að hún er með rauða fætur og rautt nef, eins og hún. Þormóður: En hvernig á að þekkja hana frá okkar kríu? Ingveldur: Ja, það veit eg nú varla. Hún kvað vera með sterklegra og klumbslegra nef. Svo er nú dverg-þernan og svart-þernan. Þær eru auðþekktar á því, hvað þær eru litlar. Dverg-þernan er víst næstum helmingi minni en okkar kría, og svart-þernan er auk þess auðþekkt á litnum, því að hún er öll dökk á lit. Sigga litla: Nei, sko, þarna er verið að gefa andarungum. Ingveldur: Já, þetta er villt önd með ung- ana sína. En þær vita, að þær eiga hér frið- land og eru því lítið eða ekkert hræddar. Sigga litla: Nei, þarna er önnur með marga, marga unga. Ingveldur: Já, þær eru komnar eitthvað fjórar eða fimm með ungana sína á Tjörnina. En margar eru ókomnar enn. 10

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.