Sólskin - 01.07.1936, Side 14

Sólskin - 01.07.1936, Side 14
Ingveldur: Já, þetta eru álftir, sem eru ald- ar hér upp. Þær voru vængstýfðar alltaf hér áður, en svo var því hætt og þeim leyft að fljúga; en þær koma hér alltaf við og við. Mjói: Verpa þær hér ekki alltaf? Ingveldur: Þær verpa hér stundum, en ekki alltaf, hvernig sem á því getur staðið. Sigga litla: Nei, nú styggðist öndin með ungana. Það var leiðinlegt. Mjói: Hún varð hrædd við hundinn, sem fólkið þarna er með. Ingveldur: Það er bannað að hafa hunda í borginni. Þó er sumt fólk svo ósvífið, að vera með þessa rakka sína hérna við Tjörnina, til þess að fæla ungana, sem aðrir með mikilli fyrirhöfn eru að hæna hér að. í gær var ein villiöndin komin með ungana sína upp á dá- lítinn hnaus, sem er vestanvert við Tjörnina, svona tvær stikur frá landi, og voru ungarnir að reyna að hjúfra sig undir hana. Þeir voru búnir að éta sig sadda og vildu nú komast í hlýjuna undir vængi móður sinnar. Við stóð- um þarna þrjú eða f jögur og dáðumst að því, sem við sáum; og eg fyrir mitt leyti dáðist að því, að menning Reykvíkinga skyldi vera kom- in svo langt í þessa átt, að þessi villifugl væri búinn að fá reynslu fyrir, að óhætt væri að 12

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.