Sólskin - 01.07.1936, Síða 15
treysta fólkinu hérna. En áður en við vissum
af, var komin þarna kona með hund, og þó að
hann væri í bandi, fældi hann öndina. Fyrst
gerðist hún óróleg, en áður en við gætum gert
konunni skiljanlegt, að hún ætti að snúa við,
var öndin þotin út á Tjörnina og ungarnir
auðvitað á eftir.
Mjói: En má ekki banna að hafa hunda?
Ingveldur: Það er bannað, en það vantar
eftirlit með að því banni sé hlýtt. Það er bóndi
austur í Hornafirði, sem hvorki hefir hund
eða kött á heimilinu, og hefir aldrei haft. En
þetta hefir haft þau áhrif, að endurnar eru
farnar að verpa í túnjaðrinum hjá honum.
Sigga litla: Það hlýtur að vera gaman.
Ingveldur: Já, það er gaman að því. Við
þurfum að sjá um, að hundabanninu sé hlýtt,
til þess að það geti orðið fjölskrúðugt fugla-
líf hér við Tjörnina. En nú erum við komin
að Tjarnarveginum.
Sérðu endurnar þarna við Tjarnarendann?
Þarna taldi eg í gær þrjátíu grænhöfða-
steggja, og að því sem eg hélt sjö endur. Eg
hélt að það væru endur, sem ekki væru farn-
ar að verpa enn. En þegar eg fór betur að gá
að, voru allir þessir þrjátíu og sjö fuglar
grænhöfða-steggir.
13