Sólskin - 01.07.1936, Side 17

Sólskin - 01.07.1936, Side 17
Þormóður: En hvernig stendur á öllum þessum andasteggjum hér á Tjörninni? Ingveldur: Já, það er nú einmitt það, sem mér þótti merkilegt. En við vorfellinguna missir stegginn sviff jaðrirnar allar í einu, og getur þess vegna ekki flogið um tíma. En á meðan heldur hann sig á einhverjum afvikn- um stað, þar sem hann heldur að hann sé ó- hultur, og þar safnast steggirnir vanalega í smáhópa. Að þeir eru nú farnir að halda sig hér á Tjörninni, meðan þeir eru í sárum, sýn- ir, að þeir eru nú loks búnir að komast að því, að hér verði þeim ekkert mein gert. Þetta er víst fyrsta eða annað árið, sem þeir eru hér á Tjörninni, meðan þeir eru í sárum. Þormóður: Mætti ekld búa til fleiri hólma í Tjörninni handa fuglunum? Ingveldur: Jú, það væri auðvelt að gera það smátt og smátt. Kríunni heldur áreiðanlega áfram að f jölga, og hún hefir þegar allt ann- að háttalag en kríur annars staðar. Hólminn er, eins og þú sérð, ekki lengra frá landi en það, að það má henda steini út í hann. Þarna verpa kríurnar og unga út, án þess að skipta sér nokkurn skapaðan hlut af fólkinu, sem fram hjá gengur. Annars staðar kemur krían langt að á móti þeim, sem nálgast varpstað 15

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.