Sólskin - 01.07.1936, Page 22

Sólskin - 01.07.1936, Page 22
um álum. En þau eru mörg ár að vaxa. En þegar lækurinn var settur þarna ofan í jörð- ina, hættu álaseiðin að geta gengið í hann. Það eru víst líka eitthvað um 700 stikur, sem hann rennur neðanjarðar. Þormóður: En hvernig er það með fullorðnu álana? Ganga þeir ekki aftur í árnar? Ingveldur: Nei, þeir halda langt suðvestur í Atlantshaf, þar hryggna þeir, og svo er lok- ið þeirra lífi. Þormóður: Þeir hryggna þá ekki nema einu sinni ? Ingveldur: Nei, það gera þeir ekki. Mjói: En ætli það séu ungar þeirra, sem héðan fara, sem koma hingað aftur? Ingveldur: Nei, ekkert frekar þeirra af- kvæmi. Það eru hafstraumarnir, sem ráða því, hvaða álaseiði berast hingað, og eins því, að álaseiðin, sem mikið er af bæði sunnan- og vestanlands, berast ekki til Norður- og Aust- urlands. Mjói: Það eru þá víst engir álar í Tjörn- inni núna? Ingveldur: Jú, þar er víst einstaka áll. Það er maður, sem við og við hefir verið að láta í hana álaseiði. í fyrrasumar lét hann í hana yfir tvö hundruð. 20

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.