Sólskin - 01.07.1936, Side 23

Sólskin - 01.07.1936, Side 23
Þormóður: Hvar fær hann þessi álaseiði? Ingveldur: Hann veiðir þau í lækjum hér í grenndinni, í frístundum sínum. Mjói: En til hvers gerir hann það? Ingveldur: Að gamni sínu. Hann segir, að það hafi verið svo gaman, hér í gamla daga, að ganga á kvöldin meðfram Tjörninni, og sjá álana skjótast út frá landi. Þormóður: Eru þau stór, þessi álaseiði? Áll. Ingveldur: Þau eru eins og litli fingur á manni á lengd, en svo mjó, að þau eru ekki gildari en gildur bandprjónn. Það er skrítið, að állinn er fyrstu þrjú ár æfi sinnar hár og þunnvaxinn og mjög ólíkur því, sem hann verður síðar. En á fjórða árinu, þegar hann fær á sig álslögun, þá vex hann öfugt. Þormóður: Vex hann öfugt? Hvernig þá? Ingveldur: Já, eg kalla það að gamni mínu, að hann vaxi öfugt, því að hann bæði mjókk- ar og styttist. Þormóður: Styttist hann? 21

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.