Sólskin - 01.07.1936, Side 30

Sólskin - 01.07.1936, Side 30
þar vaxa þeir svo upp og verða feitir og stór- ir, og þannig veiðist mikið af ál, sem er seld- ur mjög dýrt erlendis, þar sem annars myndi lítið eða ekkert veiðast. Sigga litla: En livað gera þeir við álana? Má borða þá? Ingveldur: Já, eg held nú það. Állinn þykir einhver al-besti fiskurinn. Þormóður: En hvernig eru glerálarnir fluttir? Eru þeir fluttir í stömpum með vatni í? Ingveldur: Ja, eg gleymdi nú að segja frá því. Þeir eru fluttir í körfum. Þeim er mok- að upp í þær, svo að þeir eru þar í heilum lögum, og svo eru settar blautar vatnajurt- ir, eða bara gras á milli. Og svona eru þeir sendir. Það þarf bara að gá að því, að jurt- irnar þorni ekki. Það þarf að hella vatni yfir körfurnar við og við. Og þær mega heldur ekki hitna mjög mikið, og ekki má heldur frjósa í þeim, eins og gefur að skilja. Þormóður: En geta álaseiðin lifað í körf- unum? Ingveldur: Já, í marga daga. Mjói: Og væri hægt að flytja þau svona til íslands ? Ingveldur: Já, það er áreiðanlegt. 28

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.