Sólskin - 01.07.1936, Side 31

Sólskin - 01.07.1936, Side 31
Þormóður: En ætli það borgaði sig? Ingveldur: Mér er það ekki vel kunnugt. En eg tel það víst. Kostnaðurinn við flutninginn á álaseiðunum er tiltölulega mjög lítill. Og vafalaust er mikið af fenjum og tjörnum hér, sem álar gætu vaxið upp í — vötn og síki, sem nú gefa engan arð. Mjói: Hvað ætli endurnar þarna séu að eta ? Ingveldur: Ja, það getur nú verið margt. Grænhöfðaöndin er nú ekki matvönd. Hún etur hér um bil allt, sem aðrir fuglar eða dýr eta, ef það er ekki stærra en það, að hún geti gleypt það, og hún getur gleypt býsna stórt. Henni verður því gott til matar bæði úr jurta- og dýraríkinu. Mjói: Ætli hún eti hornsílin? Ingveldur: Hún nær þeim ekki. En hún nær í mýflugulirfur, vatnabobba og vatnaskeljar. Þormóður: Vatnabobba og vatnaskeljar? Eru bobbar og skeljar í ósöltu vatni? Það hefi eg aldrei séð. Ingveldur: Já, þar eru bæði bobbar og skeljar, en það eru ekki stórvaxnar skepnur. Þess vegna taka menn lítið eftir þeim. Eink- um eru skeljarnar litlar, miðað við skeljarn- ar, sem eru hérna í fjörunni. Mjói: En hvað ætli álftirnar séu að eta? 29

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.