Sólskin - 01.07.1936, Page 32

Sólskin - 01.07.1936, Page 32
Ingveldur: Eg held, að það sé aðallega jurtafæða. Eg býst þó við, að þær eti vatna- skeljar líka, ef þær lenda á þeim. Álftir eru nokkuð duglegar að bjarga sér. Maður sagði mér frá, að hann hefði séð álftahjón við lítið heiðarvatn, þar sem enginn gróður var í kring, nema mosaþembur. En í mosanum sagði hann að hefðu verið fjallagrös, og hefði mosinn verið ýfður upp á nokkuð stóru svæði kring um vatnið, svo að auðséð hefði verið, að fjallagrösin hefðu verið mikill þáttur í mataræði álftahjónanna. Þormóður: En hvað eta álftirnar á vetrum, þegar öll vötn eru frosin og snjór á landinu. Mjói: Þá eru þær í suðlægari löndum. Er ekki svo? Ingveldur: Nei, álftirnar eru ekki farfugl- ar; þær eru hér á vetrum, og þegar vötn eru frosin, halda þær sig við grunnar víkur, þar sem marhálmur vex. En þegar langvinn frost eru og víkurnar frosnar langan tíma, hafa þær lítið að eta, og þá falla þær oft úr hor og harðrétti. Þormóður: Er ekki hægt að gera neitt við því? Ingveldur: Við gætum, ef til vill, leitt eitt- hvað af heita vatninu, sem leitt er í húsin, út 30

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.