Sólskin - 01.07.1936, Page 44

Sólskin - 01.07.1936, Page 44
þetta. Annars gætu menn ekki vitað það. Það er algengt erlendis, að menn hafi hornsíli í glerskálum, og þar með ýmsar vatnajurtir. Þetta eru kallaðar stofutjarnir. Ef fullorðin hornsíli eru tekin nógu snemma á vorin og látin í svona stofutjörn, þá búa þau sér til hreiður. En það má ekki vera nema einn karl- fiskur í hverju keri, nema það sé þá töluvert stórt. Þormóður: Því má það ekki ? Ingveldur: Af því að þeir fljúgast á, ef þeir eru fleiri en einn. Þormóður: Það væri nú langmest gaman að sjá þá fljúgast á. Ingveldur: Ætli það sé nú ekki enn þá meira gaman að því að sjá, hvernig þau byggja hreiður og hvernig hornsílapabbi gæt- ir unganna sinna. Sigga litla: Hvað ætli hornsílið eigi marga unga? Ingveldur: Það á svona fram undir tvö hundruð. Þormóður: En hvernig á maður að þekkja karlfiskinn frá kvenfiskinum ? Ingveldur: Það er auðvelt á vorin, því að þá er fullorðni karlfiskurinn skrautlega lit- 42

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.